BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Logi Kristjánsson í viðtali við Blikahornið

28.05.2020 image

Viðmælandi Blikahornsins að þessu sinni er járnkarlinn Logi Kristjánsson, fyrrum formaður aðalstjórnar Breiðabliks.

Logi hefur gengt ýmsum félags og trúnaðarstörf í Kópavogi. Hann átti sæti í atvinnumálanefnd Kópavogs 1986-1994 og í byggingarnefnd Kópavogs 1994-2002. Logi var skoðunarmaður bæjarreikninga Kópavogs 1990-1998. 

Hann var formaður félagsins á árunum 1989-1996 þegar aðstaða Breiðabliks í Kópavogsdalnum var byggð upp.

image

1991: Frá vígsluleik Sandgrasvallarins við þáverandi íslandsmeistara Fram. Fyrirliðarnir Hilmar Sighvatsson og Pétur Ormslev heilsast fyrir leik undir vökulum augum dómaranna Ólafs Hákonarsonar og Gunnars Gylfasonar.

image

Smári og Smárinn, félagsaðstaða og íþróttahús Breiðabliks, var vígt 3. nóvember 1994.

Logi fer yfir víðan völl í viðtalinu. Hann ræðir um þessi mikilvægu ár í sögu félagsins. Einnig fer Logi yfir háskólaár sín í A-Þýskalandi, störf sín sem bæjarstjóri í Neskaupsstað þegar snjóflóðin féllu á bæinn árið 1974 með hörmlegum afleiðingum.

Logi segir frá samskiptum sínum við bæjaryfirvöld í Kópavogi og er að vanda hreinskiptinn í sínum lýsingum.

image

Hjónin Logi Kristjánsson og Ólöf Þorvaldsdóttir á heimili sínu í vesturbæ Kópavogs.

image

Á árunum 1966 -1969 varði Logi mark Blika í 40 mótsleikjum. Myndin, sem er tekin á Siglufirði árið 1967, er fengin úr myndasafni Loga, en Blikaliðið lék í vínrauðum treyjum á tímabili.

Logi flutti í Kópavoginn árið 1964 (Logi mismælir sig í viðtalinu og segir 1974) og hóf strax að æfa fótbolta með Blikunum. Hann spilaði sem markvörður meistaraflokksins frá 1966-1969 auk leikja með eldri flokki síðar. Sjá nánari upplýsingar um leikjaferil Loga með Breiðabliki hér. 

Logi dvelur ekki eingöngu við fortíðina í viðtalinu heldur ræðir sína sýn varðandi framtíð Breiðabliks.

Það verður engin ósvikinn af því að hlusta á þennan mikla skörung segja frá þessum umbrótatímum í sögu Breiðabliks.

image

Tíðindamenn Blikahornsins, Andrés Pétursson og Pétur Ómar Ágústsson, með viðmælandanum Loga Kristjánssyni eftir viðtalið.

Til baka