BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Marko Pavlov til liðs við Breiðablik

03.12.2010

Marko Pavlov gekk í dag til liðs við Breiðablik.
Marko er fæddur í Skopje í Makedóniu 1988 og er því 22ja ára gamall,en flutti ungur til Íslands og hóf æfingar með Stjörnunni þar sem hann lék í yngri flokkum til ársins 2005 en þá fór hann til Frakklands og lék um eins árs skeið með unglingaliði Caen.
Árið 2006 fór hann til Real Mallorca og þaðan var hann seldur til Real Betis sama ár þar sem hann hefur leikið með varaliðinu í 3ju efstu deild á Spáni fram til þessa.
Hann á að baki 11 leiki með U19 ára liði Íslands og 6 leiki með U17 ára liðinu. Marko hefur ennfremur leikið 5 leiki með U21 árs landsliði Makedóníu.

Sjá frétt um Marko á Fótbolti.net frá í haust.
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=98969#ixzz175rSbbh8

Blikar.is bjóða Marko velkominn í Breiðablik og hlakka til að sjá hann á iðjagrænum grundum Kópavogsdalsins.

Áfram Breiðablik !

Til baka