BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistaradeild UEFA 2025/26: Breiðablik - Lech Poznan 30. júlí kl.18:30!

28.07.2025 image

Fjórða viðureign Breiðabliks í undankeppni Meistardeildar UEFA keppnistímabilið 2025/26 er seinni leikurinn gegn pólsku meisturunum Lech Poznan.

Fyrri leiknum lauk með 7:1 sigri pólska liðsins. Blikar.is penni leksins skrifar “Seinni leikur Breiðabliks og hinn er eftir rúma viku, miðvikudaginn 30. júlí á Kópavogsvelli kl. 18:30. Rúmlega brekka framundan, meira svona slúttandi helvítis hamar. Hvernig sem sá leikur fer tekur þó við meiri Evrópubolti með þéttum takti næstu vikurnar.“ Öll fréttin hér.

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.18:30 á miðvikudaginn. Leikurinn verður sýndur í beinni á Sýn Sport. Útsending hefst kl.18:20! 

Brasserie Kársnes vagninn á svæðinu, Blikaborgarar á grillinu og Græna stofan opnar kl 17:30!

Leikurinn við Lech Poznan verður 51. viðureign Breiðabliksliðsins í Evrópukeppnum frá fyrsta Evrópuleiknum Fir Park í Skotlandi í júlí 2010. Á þeim þeim 15 árum sem eru liðin hefur Blikaliðið spilað 50 leiki í Evrópukeppnum UEFA við lið frá 27 löndum. Ekkert íslenskt knattspyrnulið hefur spilað jafn marga Evrópuleiki og Breiðablik á þessu 15 ára tímabili. 

Evrópusaga Breiðabliks

Karlalið Breiðabliks hefur spilað 50 Evrópuleiki frá 2010 til 2025 og mætt yfir 30 mismunandi liðum frá Evrópu. Þeir hafa tekið þátt í öllum helstu Evrópukeppnum UEFA keppnum: Meistaradeild, Evrópudeild og Sambandsdeild.

Fyrsti Evrópuleikur liðsins var gegn Motherwell í Skotlandi 15. júlí 2010. Síðan þá hefur Breiðablik tekið þátt í Evrópukeppnum í 11 ár af 16 mögulegum - þar af 7 ár í röð. 

Leikurinn við Lech Poznan á miðvikudaginn verður 51. Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi. Þátttaka í Evrópumótum:

- Meistaradeild: 2025, 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2024, 2023, 2022, 2021.

Andstæðingar Blika í Evrópukeppnum frá upphafi:

2025 - Lech Poznan, FK Egnatia.

2024 - Drita - Tikvesh.

2023 - KAA Gent, Zorya Luhansk, Maccabi Tel Aviv, FC Struga - Zrinjski Mostar, FC Copenhagen, Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne.

2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma.

2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union.

2020 - Rosenborg.

2019 - Vaduz.

2016 - Jelgava.

2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma.

2011 - Rosenborg.

2010 - Motherwell.

Samtals 50 leikir við lið frá 27 löndum. 

image

Breiðablik - Íslandsmeistarar 2024

Evrópuhópurinn

Þrír leikmenn í núverandi leikmannahópi tóku þátt í fyrsta Evrópuleik karlaliðs Breiðabliks 15 árum. Þetta eru leikmennirnir Andri Rafn Yeoman, Kristinn Steindórsson og Kristinn Jónsson. Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið duglegar að skora mörk í Evrópuleikjum, en markahrókurinn Kristinn Steindórsson var fyrstur núverandi leikmanna að skora mark fyrir blikaliðið í Evrópukeppni þegar hann skoraði seinna markið í 2:0 sigri á Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli 20. júlí 2011. 

image

Evrópuhópur Breiðabliks 2025/26

Um andstæðinginn

Lech Poznan er eitt af stærstu og sögufrægustu knattspyrnufélögum Póllands, með ríka arfleifð og sterka tengingu við járnbrautarsögu landsins. Félagið er stofnað 19. mars 1922 sem KS Lutnia Dębiec. Gælunöfn: Kolejorz („Járnbrautarmaðurinn“), Duma Wielkopolski („Stolt Stór-Póllands“). „Lech“ er nafn goðsagnakennds stofnanda pólsku þjóðarinnar. „KKS“ stendur fyrir Kolejowy Klub Sportowy – „Járnbrautarsportfélagið“ en félagið var lengi tengt pólsku ríkisjárnbrautunum og hefur varðveitt þá arfleifð í merki og gælunöfnum.

Lech Poznań er ekki bara stórt félag í Póllandi – það er líka menningarlegur burðarás í Poznań og hefur verið stöðugt í fremstu röð í pólskri knattspyrnu í áratugi.

Heimborg félagsins er Poznań í Póllandi. Leikvöllurinn, Stadium Poznan, rúmar liðlega 42.000 áhorfendur.

Liðið hefur mætt stórliðum í Evrópu eins og Barcelona, Liverpool og Olympique Marseille

Evrópusaga Lech Poznan

Fyrsta þátttaka í UEFA keppni var árið 1978. Minnistæð viðureign við Barcelona árið 1988 – Lech tapaði aðeins í vítakeppni eftir tvö 1–1 jafntefli

Robert Lewandowski er án efa þekktasti leikmaður félagsins.

Við þekkjum hinsvegar leikmanninn Gísli Gottskálk Þórðarson. Gísli er uppalinn Bliki en fór ungur frá Breiðabliki til Bologna á Ítalíu. 

Árangurstafla Lech Poznan í Evrópukeppnum fyrir leikina gegn Breiðabliki: 

image

Lech Poznan - Ekstraklasa meistarar í Póllandi 2025

Dagskrá

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.18:30 á miðvikudaginn. 

Brasserie Kársnes vagninn á svæðinu, Blikaborgarar á grillinu og Græna stofan opnar kl 17:30!

Leikurinn verður sýndur í beinni á Sýn Sport. Útsending hefst kl.18:20!

Dómarar eru frá Svíþjóð. Aðaldómari er Adam Ladebäck. Aðstoðardómarar eru: Niklas Nyberg  og Daniel Yng. Fjórði dómari: Erik Mattsson. Hollendingar manna myndbandsherbergið: Jeroen Manschot og Clay Ruperti.

Bein textalýsing UEFA

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

image

Til baka