Meistarakeppni KSÍ 2025: Breiðablik - KA
29.03.2025
Í Meistarakeppni KSÍ mætast Íslands- og bikarmeistarar fyrra árs. Ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma er ekki framlengt, heldur farið beint í vítaspyrnukeppni til að ákvarða sigurvegara.
Breiðablik hefur fjórum sinnuð áður tekið þátt. Gegn FH árin 2010, 2011 og gegn Víkingum 2022 og 2023. Leikurinn á þriðjudaginn verður því 5. leikur Blikaliðsins í Meistarakeppni KSÍ.
Bæði lið hafa einu sinni unnið keppnina. Breiðablik árið 2023 - KA árið 1990
Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.16:15!
Leikurinn verður sýndur á RÚV fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Meistarkeppni KSÍ frá 1969
Leikið hefur verið um titilinn, sem að í daglegu tali er kallaður meistarar meistaranna, síðan 1969 fyrir utan árin 1999 - 2002 þar sem að ekki var leikið í keppninni. Valsmenn hafa oftast unnið keppnina eða 11 sinnum.
Sagan
Heilt yfir eru innbyrðis mótsleikir Breiðabliks og KA 57 leikir. Breiðablik hefur unnið 35 leikjanna gegn 12 sigrum KA. Mótin eru: A-deild 27 leikir. B-deild 10 leikir. Bikarkeppni KSÍ 5 leikir. Lengjubikarinn 9 leikir. Fyrsti mótsleikur okkar manna gegn gestaliðinu var 2:2 jafnteflisleikur í 1. umferð í efstu deild á Kópavogsvelli 13. maí 1978.
Dagskrá
Leikur Breiðabliks og KA í Meistarakeppni KSÍ 2025 fer fram á Kópavogsvelli á morgun, sunnudag kl.16:15!
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!