Mikið fyrir peninginn!
11.01.2025Blikar sigruðu Aftureldingu 3:4 í fjörugum leik í hinum svokallaða Þungavigtarbikar í Mosfellsbænum í kvöld. Það voru þeir Aron Bjarna 2, Davíð Ingvars 1 og Óli Valur, í sínum fyrsta leik fyrir Blikaliðið, sem sáu til þess að stigin þrjú fóru í Kópavoginn.
Margir leikmenn fengu tækifæri með Blikaliðinu að þessu sinni og var þetta kærkomið tækifæri fyrir þjálfarana að sjá hvernig menn standa sig í leik. Menn voru almennt að standa sig vel en þó verður að minnast á frammistöðu Andra Rafns Yeomans í bakverðinum. Þrátt fyrir að hann sé að verða 33 ára gamall þá hljóp hann eins og 17 ára unglingur allan þann tíma sem hann var inn á. Þetta kallar maður að eldast vel!
-AP