BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mjólkurbikarinn 2024: 32-liða úrslit: Keflavík – Breiðablik

23.04.2024 image

Mjólkurbikarinn 2024: 32-liða úrslit: Keflavík – Breiðablik

Keflvíkingar taka á móti okkar mönnum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarins á gervigrasinu við hliðina á Nettóhöllinni (áður Reykjaneshöllin) í Keflavík á fimmtudagskvöld kl.19:15!

RÚV synir leikinn fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Miðar á Stubbur.

Sagan

Knattspyrnulið Keflvíkinga er sá andstæðingur sem Breiðablik hefur oftast keppt við í mótum frá stofnun knattspyrnudeildar Breiðabliks árið 1957.

Innbyrðis mótsleikir liðanna eru 132 frá fyrsta leik liðanna í gömlu B-deildinni fyrir 67 árum. Leikurinn var heimaleikur Keflvíkinga, en spilaður á Njarðvíkurvelli í júní 1957, og var annar mótsleikur Breiðabliks frá upphafi. Fyrsti mótsleikur Breiðabliks var hinsvegar heimaleikur okkar mann gegn Þrótti á Melavellinum í byrjun júní.

Mótsleikir liðanna eru 132 eins og áður segir. Sú tala innifelur 37 innbyrðis leiki liðanna í Litlu bikarkeppninni sem hófst árið 1961 fyrir tilstuðlan Alberts Guðmundsson. Mótið var hugsað sem æfingamót fyrir utanbæjarlið frá Keflavík, Hafnarfirði, Akranesi og síðar Kópavogi í aðdraganda  Íslandsmóta - sambærilegt við Reykjavíkurmótið í knattspyrnu. Leikin var tvöföld umferð í mótinu frá 1961 til 1995. Árið 1996 byrjar Deildabikar KSÍ (Lengjubikarinn).

Bikarsagan

Innbyrðis bikarleikir liðanna frá upphafi eru 9. Blikar leiða með 6 sigra gegn 3.

1962: Fyrirkomulag Bikarkeppni KSÍ árið 1962 var þannig að ef lið gerðu jafntefli þurfti að leika að nýju á hlutlausum velli. Í 1.umf gerðu Blikar 0:0 jafntefli við Víkinga. Seinni leikurinn var leikinn á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirð og aftur gera liðin jafntefli (3:3). Þriðji leikur liðanna fór svo fram á Melavellinum. Blikar unnu þann leik 0:3 og kepptu við ÍBH (Íþróttabandalag Hafnarfjarðar) í 2.umf og unnu leikinn 4:5.

Í 3.umf mæta Blikar svo Keflvíkingum á Framvellinum og tapa 6:1.

1971: Blikar vinna 2:1 sigur í 12-liða úrslitum á Keflavíkurvelli. Sigurganga Breiðabliks í bikarnum skilað liðinu alla leið í úrslitaleikinn árið 1971 - Breiðabliksliðið var þá á fyrsta ári í efstu deild. Keflvíkingar voru hinsvegar með besta liðið 1971 urðu Íslandsmeistarar.

1973: Liðin mætast í bikarnum í leik sem Keflvíkingar vinna 5:0.

Næstu þrír bikarleikir liðanna, allir á Kópavogsvelli, eru sigurleikir okkar manna: 4:3 í 16-liða 1994, 3:2 í 8-liða 2007 og 3:2 í 8-liða 2008.

2009: Undanúrslit á Laugardalsvelli 13. september. Fróðlegt að rýna í leiksýrsluna. Elfar Feyr Helgason skoar fyrir Blika strax á 8.mín. Krstinn Jónasson skorar gott mark á 13.mín eftir frábæra stoðsendingu Arnars Grétarssonar. Guðjón Árni Antoníusson og Simun Eiler Samuelsson skora fyrir KEF áður en Guðmundur Pétursson innsiglar 3:2 sigur Blika á 66.mín. Andri Rafn Yeoman kemur inn á á 80.mín fyrir Arnar Grétarsson og Olgeir Sigurgeirsson kemur inn á 90.mín fyrir Alfreð Finnbogason. Kristinn Steindórsson, “FHingurinn” Finnur Orri Margeirsson og Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnuinnar í dag, spiluðu allan leikinn sem tryggðu sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar gegn Fram sem Blikar unnu í vitaspyrnukeppni.

2020: Blikar vina 3:2 þegar liðin mætast á Kópavosgvelli í 32-liða úrslitum. Kristinn Steindórsson fór á kostum og skorði 2 síðustu mörkin þegar hann jafnaði leikinn 2:2 á 81. mín og setti svo sigurmarkið á 86. mín.

2021: Síðasta bikarviðureign liðanna var í 32-liða úrslitum í Keflavík í júní 2021. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma. Keflvíkingar vinna leikinn 2:0 með mörkum á 114. og 120.mín.

Í Keflavík

Tveir Blikasigar í fjórum bikarleikjum gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli - undanúrslitaleikurinn 2009 er skráður sem heimaleikur Keflvíkinga. 

Leikmannahópurinn

Tveir núverandi leikmenn Keflavíkurliðsins hafa spilað með Breiðabliki.

Erni Bjarnason er uppalinn Bliki. Hann lék 24 mótsleiki með Blikum á árunum 2013 til 2017. Sindri Snær Magnússon kom til Blika frá ÍR fyrir keppnistímabilið 2012. Hann spilaði 26 mótsleiki með Blikum 2012/2013. 

Patrik Johannesen er eini leikmaður Blikahópsins sem leikið hefur með báðum félögum. Patrik, sem er sóknarsinnaður leikmaður sem getur leikið allar fremstu stöður vallarins, kom til okkar í lok nóvember 2022 eftir gott tímabil í Keflavík þar sem hann skorar 18 mörk í 26 leikjum. Patrik er að koma til baka eftir krossbandsslit í byrjun maí í fyrra - þá búinn að spila 9 mótsleiki fyrir Breiðablik og skora 5 mörk.

Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Eyjólfur Héðinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Brynjar Dagur Sighvatsson. 

Leikurinn

Leið okkar manna í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ 2024 byrjar á fimmtudaginn kl.19:15 á gervigrasinu við hliðina á Nettóhöllinni (áður Reykjaneshöllin) í Reykjanesbæ.

Leikurinn er í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla 2024.

Leikurinn verður sýndur á RÚV fyrir þá sem ekki eiga heimangent

Flautað verður til leiks kl.19:15!

Miðar á Stubbur.

Stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli og hvetjum við alla Blika til að mæta á leikinn í Keflavík og hvetja strákana til sigurs og tryggja sæti í 16-liða úrslitum.

MInnum á að árskortin gilda ekki á bikarleiki.

Áfram Blikar! Alltaf, alls staðar.

image

Til baka