BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Naumt gegn Njarðvík

04.03.2025 image

Blikar unnu nauman 2:3 sigur gegn frísku liði Njarðvíkur í Reykjaneshöllinni á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var jafn og spennandi en við vorum samt með yfirtökin meirihlutann af leiknum. Það voru þeir Davíð Ingvarsson, Kristinn Steindórsson og Höskuldur Gunnlaugsson sem gerðu mörkin fyrir okkur.

 Við erum í efsta sæti riðilsins eins og staðan er núna. En Fylkismenn eiga enn möguleika á því að ná efsta sætinuog komast áfram í undanúrslit ef þeir vinna Njarðvík í lokaleik riðilsins á fimmtudaginn. Á margan hátt er betra aðFylkir komist áfram því undanúrslitaleikirnir eru settir á þegar við erum í æfingaferð í Portúgal. En þetta kemur allt í ljós á fimmtudaginn.

-AP

Til baka