Nichlas Rohde snýr aftur
09.04.2013
Breiðablik hefur komist að samkomulagi við Nichlas Rohde um að leika með félaginu í Pepsí-deildinni í sumar.
Nichlas Rohde hefur verið á mála hjá Danmerkurmeisturunum í Nordsælland undanfarin ár en kom á láni til Blika á síðari hluta tímabilsins í fyrra og stóð sig vel. Hann lék 10 leiki með Blikum og skoraði 6 mörk í þeim og þar á meðal bæði mörkin í 2 – 0 sigri á Stjörnunni í síðustu umferðinni sem tryggði Blikum annað sætið í deildinni og farseðilinn til Evrópu.
Það er ljóst að það er mikil fengur að hafa fengið þennan unga og efnilega leikmann til liðsins.
Nichlas Rohde er núna á leiðinni til Spánar þar sem hann hittir félaga sína í Breiðabliki og tekur þátt í æfingaferð liðsins sem hófst í morgun.
Við bjóðum Nichlas Rohde velkominn til leiks að nýju og bíðum spennt eftir að sjá hann í græna búningnum í vor.
Áfram Breiðablik!