Norwich hefur áhuga Ágústi Hlyns
02.08.2016Enska 1. deildarliðið Norwich hefur verið í viðræðum við knattspyrnudeild Breiðabliks um kaup á unglingalandsliðsmanninum efnilega, Ágústi Eðvaldi Hlynssyni.
Einnig hefur liðið verið í sambandi við foreldra Ágústar út af þessu máli.
Samkvæmt heimildum blikar.is þá hafa viðræður gengið vel en þó er ekki búið að ganga frá neinu varðandi þetta mál. ÁgústEðvald er nú staddur í Finnlandi á Norðurlandsmóti 17 ára og yngri. Þar eru einnig Blikarnir Kolbeinn Þórðarson miðvallarleikmkaður og Patrekur Sigurðsson markvörður.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ágúst Eðvald æft með meistaraflokki allt þetta ár og spilað átta leiki og skorað tvö mörk. Eftirminnilegasta markið er gegn Skagamönnum í bikarnum uppi á Skaga.