Okkar leikjahæsti – Andri Rafn – framlengir
06.01.2024Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan samning út árið 2025. Það eru mikil gleðitíðindi að Andri Rafn hafi ákveðið að taka annað ár enda gríðarlega mikilvægur Breiðablikliðinu.
Hann hefur tvisvar orðið Íslandsmestari með Breiðabliksliðinu og einu sinni bikarmeistari.
Andri Rafn er leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi með 435 mótsleiki og 22 skoruð mörk.
Skemmtilegt viðtal við Andra Rafn fyrir sigurleikinn gegn FC Struga í lok ágúst:
Ferill Andra Rafns til þessa
Það var 5. júlí árið 2009 sem Andri Rafn spilaði sinn fyrsta skráða mótsleik fyrir meistaraflokk karla þegar hann kom inná á 58. mín í hörku bikarleik gegn Hetti á Kópavogsvelli. Leikurinn fór í framlengingu og vannst á endanum 3:1 með mörkum frá Elfari Frey Helgasyni (1) og Arnóri Sveini Aðalsteinssyni en hann skorað tvö mörk í framlengingu annað á 99‘ og hitt 111‘.
Nokkrum dögum síðar, eða 13. júlí 2009, kom fyrsti efstu deildarleikurinn þegar hann í byrjunarliði í sigri á Grindvíkingum í Grindavík. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins á 57‘.
Mótsleikir Andra Rafns frá byrjun júlí 2009 eru orðnir 435 eins og áður segir sem gerir hann að leikjahæsta leikmanna Breiðabliks frá upphafi, bæði í karla og kvennaflokki.
Andri Rafn hefur allan sinn feril leikið eingöngu í grænu Breiðablikstreyjunni.
Áfangar
18. júní 2019 náði Andri Rafn sögulegum áfanga í 1:3 sigurleik gegn Stjörnunni á þeirra heimavelli í Garðabæ þegar hann varð fyrstur Blika til að spila 200 leiki. Árið 2016 sló hann leikjamet Arnars Grétarsson (143). Nánar: Hættur að vera vanmetinn.
Það var svo í Evrópuleik á Kópavogsvelli 11. júlí 2019 sem Andri Rafn náði þeim merka áfanga að verða leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins þegar hann spilaði 322 mótsleik sinn fyrir Breiðablik. Metið fyrir átti Olgeir Sigurgeirsson en hann lék 321 leik fyrir Breiðablik á þrettán ára ferli hjá félaginu.
Viðurkenningar
2022: 400 leikja áfangi með Breiðabliki.
2019: Leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi - 350 leikir.
2018: 300 leikja áfangi með Breiðabliki.
2017: 250 leikja áfangi með Breiðabliki.
2016: 200 leikja áfangi með Breiðabliki.
2014: 100 leikja áfangi með Breiðabliki.
Evrópuleikir
Andra Rafn hefur tekið þátt í 37 af 43 Evrópuleikjum meistaraflokks karla frá upphafi. Það var því við hæfi að UEFA spjallaði við kappann í aðdraganda þátttöku Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2023.
Það eru mikil gleðitíðindi að Andri Rafn hafi ákveðið að taka annað ár enda gríðarlega mikilvægur liðinu ... svo styttist í 500. leikinn!
PÓÁ
Sá leikjahæsti framlengir út árið 2024.
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) January 6, 2024
5. júlí árið 2009 spilaði hann fyrsta leik fyrir mfl karla og á 435 leiki að baki. Hefur orðið Íslandsmestari 2 sinnum og Bikarmeistari með Breiðabliki.
Frábærar fréttir fyrir okkur Blika að Andri Rafn Yeoman verði áfram???? #yeoman2024 pic.twitter.com/xp9x4RvzZK