BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ólafur Björnsson í viðtali við Blikahornið

15.01.2025 image

Ólafur Björnsson hefur komið víða við hjá Blikunum. Hann æfði bæði handknattleik og knattspyrnu hjá félaginu og lék fjölmarga leiki með meistaraflokki í báðum greinum.

Hann vann sér sæti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu og spilaði meðal annars gegn ekki ófrægari mönnum en Alan Simonsen og Michael Laudrup.

Eftir að formlegum íþróttaferli lauk þá hefur hann unnið óþreytandi starf sem sjálfboðaliði fyrir knattspyrnuna meðal annars sem stjórnarmaður, liðsstjóri og formaður meistaraflokksráðs karla.

Mynd: frá hægri til vinsti: Ólafur Björnsson formaður meistaraflokksráðs karla ásamt Ólafi Kristjánssyni þjálfara og Einar Kristjáni Jónssyni formanni knattspyrnudeildar í Skotlandi daginn fyrir fyrsta Evrópuleik meistaraflokks karla gegn Motherwell árið 2010.

Ólafur, annar frá vinstri í aftari röð, var formaður meistarflokksráðs þegar Breiðablik árið 2009 vann fyrsta stóra titilinn í meistaraflokki karla ...

... og Íslandsmeistaratitilinn 2010 í lokaleik þess árs gegn Stjörnunni í Garðabæ. Mynd: Ólafur Björnsson og Árni Kristinn Gunnarsson með Íslandsbikarinn skömmu eftir leik.

Í þessu skemmtilega viðtali fer Ólafur yfir víðan völl um félagið okkar og dregur ekkert undan! Það verður engin svikin að hlusta á þetta viðtal!

Blikahornið · Viðtal við Ólaf Björnsson

Til baka