Óli Valur krotar undir 4 ára samning
23.11.2024Óli Valur Ómarsson í Breiðablik
Breiðablik hefur náð samkomulagi við sænska félagið Sirius og Óla Val Ómarsson um að ganga til liðs við Breiðablik. Gerir Óli 4 ára samning við Breiðablik til ársins 2028.
Við bjóðum Óla Val hjartanlega velkominn í Kópavoginn og hlökkum til að sjá hann spila í grænu treyjunni.
Ferill
Óli Valur er uppalinn hjá Álftanesi en gekk til liðs við Stjörnuna í 4. flokki og spilaði hann með Stjörnunni í efstu deild áður en hann var seldur til Sirius.
Välkommen till Sirius, Óli Valur Ómarsson! ????⚫
— IK Sirius Fotboll (@siriusfotboll) July 13, 2022
Läs mer om Óli Valur på https://t.co/wgYrOUfWhm
En videointervju med dagens två nyförvärv publiceras efter dagens träning. pic.twitter.com/hoo6uVREfn
23.11.2024: Sirius Fotboll säljer Óli Ómarsson Sirius Fotboll och den isländska mästarklubben Breiðablik är överens om en övergång av Óli Ómarsson.
Fyrsti meistaraflokksleikur Óla Vals með Stjörnunni í efstu deild var gegn ÍBV 28. september 2019 þá 16 ára gamall. Óli Valur hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands, alls 28 leiki og skorað í þeim 2 mörk.
@breidablikfc Vertu velkominn Óli Valur ????????????
♬ Massive - Drake
Grafík: Halldór Halldórsson