Oliver kominn heim!
04.04.2018Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að norska liðið Bodö/Glimt hefur samþykkt að láta miðjumanninn snjalla Oliver Sigurjónsson til Breiðabliks í sumar. Oliver hélt til Noregs í fyrra en hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarin misseri. Hann er hins vegar á batavegi en vantar leikformið.
Það varð því að samkomulagi á milli Norðmannanna að Oliver myndi spila með Blikum í sumar til að fá spilatíma.
Allir góðir Blikar fagna þessu því við vitum hvað drengurinn getur. Oliver á að baki 46 leiki í efstu deild með Blikum og á fjölmarga yngri landsleiki. Það verður gaman að fá Oliver aftur í grænu treyjuna og vonandi verða leikirnir margir með Blikaliðinu í sumar.
Hér má sjá myndband þegar Oliver mætti í gær á æfinagsvæði Blikar á Spáni.
Viðtal við Oliver má sjá hér.