Þórður Steinar gerir 3 ára samning
16.11.2011Þórður Steinar Hreiðarsson hefur gert 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.
Þórður Steinar er grjótharður varnarmaður sem kom til okkar á miðju sumri frá Færeyjum.
Hann er 25 ára gamall og lék lengst af með Þrótti. Hann á nokkra landsleiki að baki fyrir U-17 og U-19 ára landslið Íslands.
Blikar.is óskar Þórði Steinari til hamingju með samninginn!
Áfram Breiðablik.