BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Óskar og Halldór framlengja

24.09.2021 image

Knattspyrnudeild Breiðabliks gjörir kunnugt:

Óskar Hrafn Þorvaldsson, aðalþjálfarari meistaraflokks karla, hefur í dag skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019 en mikil ánægja hefur ríkt með störf hans á þeim tveimur árum sem hann hefur verið við stjórnvölinn.

Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Mikil ánægja hefur ríkt með störf Halldórs hjá félaginu en auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks hefur hann sinnt þjálfun yngri iðkenda.

Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir félagið og gríðarlega ánægjulegt að félagið fái notið starfskrafta þeirra Óskars og Halldórs um komandi ár.

Áfram Breiðablik!

Til baka