Óskar lánaður í ÍR
04.05.2017Enn einn Blikinn er nú á leið í Inkasso-deildina. Hinn stórefnilegi Óskar Jónsson hefur nú verið lánaður til nágranna okkar í ÍR. Óskar er tvítugur klókur miðjumaður sem spilaði hluta af sumrinu í fyrra í láni hjá Þór á Akureyri í 1. deildinni.
Óskar á að baki 4 leiki með meistaraflokki Breiðabliks en í fyrra spilaði hann 10 leiki með Þór og skoraði þar eitt mark. Einnig á hann fjóra leiki með U-19 ára landsliði Íslands. Hann var að sjálfsögðu lykilmaður í 2. flokksliði Breiðabliks sem vann Íslandsmótið undanfarin tvö ár.
Blikar.is senda Óskari baráttukveðjur í baráttuna í Inkasso-deildinni í sumar.