Páll Olgeir og Dino til Blika
19.07.2017Páll Olgeir Þorsteinsson er kominn heim og búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Blika. Páll sem er af hinum sterka 1995 árgangi á að baki 34 móts leiki með Blikum í en hefur einnig leikið með Víkingum (21 leikur) og Keflavík (18 leikir). Hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarin ár en kom til baka í Kópavoginn í vor og hóf að leika með Augnablik í 4. deild. Þar spilaði hann undir stjórn Olgeirs Sigurgeirsson aðstoðarþjálfara Blika og stóð sig það vel að hann var beðinn að æfa með meistaraflokki Blika. Nú hefur sem sagt verið gengið frá nýjum samningi við hann og verður spennandi að sjá hvernig þessi snjalli leikmaður plummar sig í efstu deild.
Einnig hefur knattspyrnudeild Breiðabliks gert samning við serbneska leikmanninn Dino Dolmagic. Dino er 23 ára væng- og varnarmaður og verður að öllum líkindum kominn með leikheimild fyrir KA-leikinn á sunnudag. Dino lék 47 leiki með Zemun frá 2011/2013, 54 leiki með Sloboda Uzice 2013/2016 og 25 leiki með Indija 2016/2017.
Og Elfar Freyr Helgason er mættur aftur í Kópavoginn og verður örugglega með á móti KA fyrir norðan. Elfar Freyr er annar leikjahæsti leikmaður núverandi leikmanna með 197 mótsleiki með Breiðabliki.
Það verður því áhugavert að sjá hvernig þjálfararnir stilla upp gegn frískum norðanpiltum.