BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2021: HK - Breiðablik

25.06.2021 image

Tíunda umferð Pepsi MAX karla verður spilum á sunudag og mánudag.

Strákarnir okkar spiluðu framlengdan leik á miðvikudaginn í svekkjandi 2:0 tapi gegn Keflvíkingum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Næsti leikur okkar manna er strax á sunnudaginn þegar þeir bruna sem leið liggur upp í efri byggðir Kópavogs, inn á yfirráðasvæði HK, til að etja kappi við þá rauðklæddu í Kórnum. 

Leikur okkar manna gegn HK verður flautaður á kl.19:15 á sunnudagskvöld. 

Stöð 2 Sport sýnir beint frá leiknum.

Stöðutaflan fyrir leiki helgarinnar. HK-ingar eru með 27% stigaárangur gegn 80% stigaárangri okkar manna í síðustu 5 leikjum í Pepsi MAX.

image

Sagan

Breiðablik og HK eiga að baki 29 mótsleiki auk góðgerðarleikja enda hefur samstarf Kópavogsfélaganna verið mjög gott. Yfirlit mótsleikja hér>

Leikurinn á sunnudagskvöld verður því 30. mótsleikur liðanna frá upphafi og 9.leikur liðanna í efstu deild, en heimaleikurinn okkar gegn HK í fyrra var feldur niður vegna Covid-19.

HK-ingar hafa yfirhöndina í þessum 8 leikjum með 3 sigra gegn 2 sigrum okkar manna. Jafnteflin eru 3. Blikar hafa skorað 10 mörk gegn 9 mörkum HK Meira>

Leikir í efstu gegn HK

Útileikir okkar manna gegn HK í A-deild frá upphafi eru fjórir:

23.09 17:00
2007
HK
Breiðablik
1:1
1
1
A-deild | 17. umferð
Kópavogsvöllur | #

Leikmenn

Nokkir núverandi leikmanna Blika hafa leikið með báðum liðum. Fyrrum HK-ingur Damir Muminovic spilar nú með Breiðabliki eins og alkunna er. Viktor Örn Margeirsson lék sem lánsmaður hjá HK árið 2014. Fyrrum leikmaður Breiðabliks, Arnþór Ari Atlason, leikur nú með HK

Leikmannahópur Blika 2021:

image

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki 10. umferðar segir Breiðablik einfaldlega risa stóran hluta af lífi sínu, pabbi minn Gunnar Snorrason keppti fyrir félagið frá því að það var stofnað og ég sjálfur í seinni tíð þó að ég verði seint þekktur fyrir afrek mín á vellinum fyrir Breiðablik. Ég á 3 börn sem öll hafa æft og spilað fyrir Breiðablik og ég legg mig fram um að fylgja þeim á alla leiki og mót sem í boði eru, það er gaman að vera Bliki. Ég hef lagt mig fram um að vera til staðar fyrir félagið mitt enda er það þannig að félagið er fólkið. Ég hef setið í stjórn Blikaklúbbsins og stjórn knattspyrnudeildar, komið að allskyns viðburðum hjá Breiðablik. Séð um mál tengd Símamótinu, hvort sem að það er að kynna á kvöldvökum, dæma eða taka bílastæðavaktina. Einnig hef ég sinnt skrifum fyrir vefinn Blikar.is, hoppað inn sem Vallarþulur og í sumar tók að mér starf Fjölmiðlafulltrúa á heimaleikjum í knattspyrnu nú þegar Helgi Þór Jónasson ákvað að hætta eftir að hafa sinnt því af kostgæfni í fjöldamörg ár. Fyrst og síðast er ég Bliki, liturinn minn er grænn og ef ég get verslað eitthvað sem er grænt þá kaupi ég það.

Kristján Ingi Gunnarsson, hvernig fer leikurinn?

Ég get viðurkennt það að ég á erfitt með að átta mig á því hvernig menn koma stemmdir í þennan leik, ekki nóg með það að þessi innistemmning sem er í Kórnum gerir það að verkum að manni finnst þetta alltaf verið hálfgerðir æfingaleikir þá var hraðahindrunin í Mjólkurbikarnum gegn Keflavík ekki til að hjálpa. 

Þessi Keflavíkurleikur held ég að hafi verið hálfgert slys eins og gerist af og til, ég er hinsvegar bjartsýnn maður að eðlisfari enda engin ástæða til annars. Af síðustu 5 leikjum þá hefur Breiðablik unnið 4 og enginn skilur hvernig liðið fór að því að tapa leiknum á móti Val, það var í rauninni lögreglumál allt saman. Stjarnan og FH hafa fengið að finna fyrir græna kraftinum sem getur keyrt á menn á fullri ferð. 4-0 var niðurstaðan í þeim leikjum og sigrarnir hefðu getað verið stærri. Breiðablik hefur allt með sér inn í þennan leik, nota svekkelsið í þessu bikartapi og þannig í veg fyrir Blikar tapi á móti HK sem sitja nú í fallsæti í Pepsi Max deildinni. Þetta veltur á stemmningu, það verða engin slagsmál í stúkunni eins og um árið á Kópavogsvelli en það er alltaf mikið undir. Svandís Svavars var rétt í þessu að aflétta öllum samkomutakmörkunum, það ætti því að geta verið extra þétt setinn bekkurinn í Kórnum á sunnudaginn og við Blikar verðum bara að vinna þennan leik, það er ekkert öðruvísi. Breiðablik er betra lið en HK, það sjá allir og þannig hefur það alltaf verið en samt sem áður hefur HK náð að kreista fram sigra gegn okkar mönnum en það verður ekki tilfellið á sunnudaginn. Engar samkomutakmarkanir þýðir ósköp einfldlega að það verða engin takmörk fyrir því hvað við fáum flottan leik hjá Blikum á sunnudaginn, ég segi lágmark 0-4 fyrir Blika. Kannski fleiri mörk, það er ekkert víst að þetta klikki.
 

image

Kristján Ingi með rauðan trefil í góðum hópi Blika.

Leikurinn

Leikur HK og Breiðabliks verður í Kórnum á sunnudagskvöld kl.19:15!. 

Engar fjöldatakmarkanir í Kórnum á sunnudaginn. Þetta er leikur sem engin Kópavogsbúi má láta fram hjá sér fara!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Heisi á röltinu með skemmtilega upphitun fyrir Blikar TV

Til baka