BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pétur Theodór lánaður í Gróttu

28.02.2023 image

Breiðablik og Grótta hafa komist að samkomulagi um að framherjinn stæðilegi Pétur Theodór Árnason muni leika með Gróttu í Lengjudeildinni næsta sumar.

Pétur kom til Breiðabliks frá Gróttu haustið 2021, en varð fyrir því óláni að slíta krossband, fljótlega eftir vistaskiptin og hafa þau meiðsli haldið honum frá vellinum meira og minna síðan.

"Okkar von er að Pétur geti komist af stað með Gróttu í þeirra góða umhverfi og fyrst og fremst náð bata og komist í fullar æfingar og keppni. Þetta er búið að vera strangt ferli hjá Pétri og erum við sammála um að þetta væri góður kostur í stöðunni" segir Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála.

Gangi þér vel í sumar Pétur! 

Til baka