BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pétur til Blika

30.08.2021 image

Grótta og Breiðablik hafa náð samkomulagi að framherjinn stóri og stæðilegi Pétur Theodór Árnason gangi til liðs við Blika fyrir næsta keppnistímabil.

Pétur sem er 25 ára framherji er sem stendur markahæsti leikmaðurinn í Lengjudeildinni 2021 með 18 mörk í 19 leikjum. Auk þess skoraði hann 3 mörk í 2 leikjum í Mjólkurbikar karla á tímabilinu.

Hann á að baki 4 drengjalandsleiki en lenti svo í erfiðum meiðslum. En með mikill elju og dugnaði náði hann sér aftur og hefur verið með öflugustu leikmönnum Gróttu undanfarin ár.

Pétur hefur spilað 152 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 74 mörk.

Pétur er ekki eingöngu góður knattspyrnumaður heldur einnig góður félagsmaður. Hann var kosinn Íþróttamaður Gróttu árið 2019 og Íþróttamaður Seltjarnarness árið 2020.

Leikmaðurinn gerir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Velkominn í græna búninginn Pétur !

image

Pétur í leik gegn Breiðabliki.

Til baka