BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

prúðastir, efnilegastir og bestir!

19.10.2010

Alfreð Finnbogason var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsí-deildarinnar, á lokahófi Knattspyrnusambands Íslands sem fram fór á Brodway. Efnilegasti leikmaður Pepsídeildarinnar var kjörinn Kristinn Steindórsson úr Breiðabliki. Þjálfari ársins var Ólafur Kristjánsson að auki þá var Breiðablik prúðasta lið ársins.

Í úrvalsliði ársins voru 6 blikar, það má með sanni segja að Blikar hafi átt kvöldið!

Úrvalslið ársins í karlaflokki: Ingvar Kale (Breiðablik, James Hurst (ÍBV), Jón Guðni Fjóluson (Fram), Elfar Freyr Helgason (Breiðablik), Kristinn Jónsson (Breiðablik), Baldur Sigurðsson (KR), Jökull Elísabetarson (Breiðablik), Ólafur Páll Snorrason (FH), Kristinn Steindórsson (Breiðablik), Atli Viðar Björnsson (FH) og Alfreð Finnbogason (Breiðablik).

Til baka