Þrír Blikar færðir upp í A-landsliðið
15.11.2020Fimm leikmenn U-21 árs landslið Íslands hafa verið færðir upp í A-landsliðið sem mætir Englendingum í Englandi á miðvikudaginn.
Af þessum fimm leikmönnum eru þrír Blikar: Andri Fannar Baldursson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Alfons Sampsted. Þetta var tilkynnt eftir frækinn sigur ungmennaliðsins á Írum 1:2 á Írlandi. Hinir tveir leikmennirnir eru Jón Dagur Þorsteinsson (Halldórssonar þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Blikum) og Ísak Bergmann Jóhannesson.
Andri Fannar Baldursson. Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen. Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted. Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikinn Willum Þór Willumsson átti einnig að fara upp í A landsliðið en meiddist í Írlandsleiknum og missir því af þessu tækifæri í bili.
Blikinn Willum Þór Willumsson. Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Írlandsleikurinn var mjög spennandi. Ísland komst yfir með þessu marki frá Sveini Aroni en heimamenn jöfnuðu leikinn.
Hvernig Sveinn Gudjohnsen klárar þetta er alveg uppá 9,7! #fotboltinet pic.twitter.com/iqfuevUbQV
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 15, 2020
En Valdimar Þór Ingimundarson skoraði sigurmarkið á 93. mínútu eftir góða sendingu Alfonsar Sampted.
???????? pic.twitter.com/hMc28zEpqX
— Özzi (@ornbolti) November 15, 2020
Vonir Íslands að komast í úrslit EM í þessum aldursflokki eru því enn á lífi. Það væri nú gaman að sjá þennan hóp komast alla leið en hvorki fleiri né færri en 7 núverandi og fyrrverandi Blikar eru í þessu öfluga U-21árs landsliði.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
-AP