Sambandsdeild UEFA 2022/2023: U.E. Santa Coloma - Breiðablik, fimmtudag 7. júlí - kl.15:00!
04.07.2022Garfík: Halldór Halldórsson
Breiðablik mætir U.E. Santa Coloma á þeirra heimavelli Estadi Nacional í Andorra la Vella á fimmtudag í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/2023. Flautað verður til leiks kl.15:00 að staðartíma hér heima (kl.17:00 að staðartíma í Andorra).
Þegar dregið var í Nyon fengu Blikar heimaleik 7. júlí en UEFA samþykkti ósk U.E. Santa Coloma um breytingu þar sem Atlétic Escaldes liðið í Andorra drógst gegn Gzira frá Möltu. Í Andorra og á Möltu er aðeins einn löglegur fótboltavöllur í hvoru landi.
Síðari leikur liðanna verður á Kópavogsvelli fimmtudaginn 14. júlí kl.19:15!
Ekki fyrsta heimsókn Blikamanna til Andorra:
Árið 2013 spiluðu Blikar við "hitt" Santa Coloma liðið - FC Sanata Coloma - og gerðu 0:0 jafntefli í viðburðarríkum leik þar sem 2 víatspyrnur fóru í súginn og heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald. Um var að ræða síðari leik liðanna í 1. umferð 2013. Blikar höfðu unnið fyrri leikinn og rimmuna 4:0 og mættu austurríska liðinu Sturm Graz í 2. umferð.
Um andstæðinginn
Unió Esportiva Santa Coloma, einnig þekktur sem U.E. Santa Coloma, er fótboltaklúbbur í Andorra með aðsetur í þorpinu Santa Coloma, Andorra la Vella. Félagið spilar nú í efstu deild í Andorra. U.E. Santa Coloma var stofnað 23. september 1986. Eftir að hafa verið óvirkt í mörg ár sendi félagið lið til keppni árið 2006. Liðið spilar núna í efstu deild í Andorra eftir að hafa unnið næsti efstu deild tímabilið 2007/8. Liðið hefur aldrei unnið Andorra deildina. Lentu í 2. sæti 2010/11, 2014/15 og 2021/22 - næst á eftir Inter Escaldes sem Víkingar unnu í Vikinni 21. júní sl.
Eftir að hafa endað í öðru sæti í deildinni tímabilið 2009/10 lék félagið fyrst í Evrópudeild UEFA árið 2010. LIðið tók síðast þátt 2017. Andorra liðið hefur 8 sinnum tekið þátt í 1. umferð undankeppni í Evrópu keppnum.
Saga Blika í Evrópukeppnum
Leikurinn við U.E. Santa Coloma verður 22. Evrópuleikur Blikamanna frá upphafi. Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópukeppnum eru: Aberdeen FC (2021), Racing Union (2021), Austria Wien (2021), Rosenborg (2020 og 2011), Vaduz (2019), Jelgava (2016), Aktobe (2013), Sturm Graz (2013), FC Santa Coloma (2013), Motherwell (2010).
Samtals 21 leikir í 10 löndum, 7 sigrar, 5 jafntefli og 9 töp.
Besti árangur Breiðabliksmanna til þessa í Evrópukeppnum:
2021 Sambandsdeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. Racing Uion. 2.umf. Austria Wien. 3.umf. Aberdeen FC
2013 Evrópudeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. FC Santa Coloma. 2.umf. Sturm Graz. 3.umf. FC Aktobe
Blikaliðið tekur nú þátt í Evrópukeppni fjórða árið í röð.
Dagskrá
U.E. Santa Coloma og Breiðablik mætast í Sambandsdeild UEFA fimmutdaginn 7. júlí.
Flautað verður til leiks kl. 15:00!
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 4. Útsending hefst kl.14:55.
Dómarar eru frá Moladavíu: Veaceslav Banari. Aðstoðardómarar: Andrei Bodean og Anatolie Basiul. Fjórði dómari: Igor Bosca
Síðari leikur liðanna verður á Kópavogsvelli fimmtudaginn 14. júlí kl.19:15!
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
Æfing hjá Blikum á keppnisvellinum í Andorra daginn fyrir leik: