BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sambandsdeild UEFA 2024/25: Breiðablik - FC Drita 25. júlí kl.19:15!

25.07.2024 image

Þriðji Evrópuleikur Blika í ár er heimaleikur gegn FC Drita frá borginni Gjilan í Kósóvó í fyrri viðureign liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2024/25.

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á fimmtudaginn kl.19:15!

Almenn miðasala er á Stubbur  Selt er í númeruð sæti. Græna stofan verður opin fyrir leik, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Blikaklúbburinn mun kynna og selja varning í Blikabúðinni á Kópavogsvelli.

Minnum á að mæta tímanlega því skanna þarf alla miða við hliðin.

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 BD 2 rásinni. Útsending hefst kl.19:00! 

Um FC Drita

image

Knattspyrnufélagið FC Drita (Albanska:Club Futbollistik Drita) er atvinnumannaklúbbur með aðsetur í borgini Gjilan í Kosovo og spilar þar í efstu deild. Liðið endaði síðasta keppnistímabil (36 leikir) í 3. sæti með 67 stig – 11 stigum á eftir sigurliðinu.

Félagið var upphaflega stofnað í Júgóslavíu árið 1947 en spilar núna í Kósovó eftir breytingar sem urðu árið 1990/91.

Heimavöllur Drita er Gjilan City Stadium - fjölnota leikvangur sem tekur 10.000 manns í sæti. Frá 2017 hefur völlurinn verið í stöðurgri endurnýjun en hann uppfyllir ekki kröfur UEFA. Félagið spilar því Evrópuleikinn gegn Breiðabliki á Zahir Pajaziti vellinum í borginni Podujevo í Kósovó, en þar er sami leikvangur og KF Llapi spilar sína heimaleiki. Llapi spilar á vellinum fimmtudaginn 1. ágúst sem er ástæðan fyrir þriðjudaginn 30. júlí sem leikdegi en ekki fimmtudaginn 1. ágúst.

Yfirlit Evrópukeppna FC Drita: 

Evrópusaga Breiðabliks

Karlalið Breiðabliks lék sinn fyrsta Evrópuleik 15. júlí 2010. Síðan þá hefur Breiðablik tekið þátt í Evrópukeppnum í 10 ár af 14 mögulegum - þar af 6 síðustu ár í röð.

Leikurinn við FC Drita á fimmtudaginn verður 46. Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi. 

Þátttaka Breiðabliks í Evrópumótum til þessa:

- Meistaradeild: 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2024, 2023, 2022, 2021.

Evrópublikar - 326 leikir !

Núverandi leikmannahópur Breiðabliks á að baki 326 leiki í 3 Evrópukeppnum. Andri Rafn leiðir með 39 leiki af 45 möguleikum. Hans fyrsti Evrópuleikur var gegn Motherwell sumarið 2010 sem var jafnframt fyrsti Evrópleikur meistarflokks karla.

Og Höskuldur skorar og skorar í Evrópuleikjum. Með marki sínu í leiknum gegn Tikvesh jafnaði Höskuldur Tryggva Guðmundsson sem skoraði 10 mörk í Evrópuleikjum fyrir FH og ÍBV. Næsta Evrópumark Höskuldar jafnar Atla Guðnason sem skoarði 11 mörk fyr­ir FH í Evr­ópu­keppni á sín­um tíma.

Andstæðingar Blika í Evrópukeppnum:

2024 - Drita - Tikvesh.

2023 - KAA Gent, Zorya Luhansk, Maccabi Tel Aviv, FC Struga - Zrinjski Mostar, FC Copenhagen, Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne.

2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma.

2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union.

2020 - Rosenborg.

2019 - Vaduz.

2016 - Jelgava.

2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma.

2011 - Rosenborg.

2010 - Motherwell.

image

Dagskrá

Þriðji Evrópuleikur Blika í ár er heimaleikur gegn Drita í fyrri viðureign liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2024/25.

Flautað verður til leiks kl.19:15 á fimmtudaginn.

Almenn miðasala er á Stubbur  Selt er í númeruð sæti. Græna stofan verður opin fyrir leik, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Blikaklúbburinn mun kynna og selja varning í Blikabúðinni á Kópavogsvelli.

Minnum á að mæta tímanlega því skanna þarf alla miða við hliðin.

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 BD 2. Útsending hefst kl.19:00! 

Dómarar eru frá Tékklandi. Aðaldómari er Jan Petrik. Aðstoðardómarar eru: Marek Podaný og Lukáš Matoušek. Fjórði dómari er Jan Machálek.

Bein textalýsing UEFA

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

image

Til baka