BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

“Sé ég tár á hvarmi”!

07.10.2014 image

Frétt GSP í Þjóðviljanum 14. ágúst 1974.

Það var tilfinningaþrungin stund hjá mörgum gömlum Blikum fyrir leikinn gegn Val - lokaleik okkar manna Pepsi deildinni laugardaginn 4. október 2014. Þá bauð knattspyrnudeildin þeim drengjum og þjálfurum  þeirra sem urðu Íslandsmeistarar með 3.,4. og 5. flokki Breiðabliks árið 1974 til smá samkvæmis til að fagna því að fjörtíu ár eru síðan þessi merki atburður var. Þar að auki fengu nokkrir eldri Blikar viðurkenningu fyrir að hafa spilað 100 opinbera leiki eða meira fyrir Breiðablik.  

Logi Kristjánsson, fyrrum formaður Breiðabliks, hélt áhugavert erindi um mikilvægi þessara titla fyrir þróun knattspyrnudeildarinnar. Ólafur Börkur Þorvaldsson, leikmaður í 4. flokki árið 1974, rifjaði upp skemmtileg atvik frá sumrinu 1974, Gissur Guðmundsson, þáverandi þjálfari 4. flokks hélt smá tölu og afhenti Borghildi Sigurðardóttur formanni deildarinnar gamla markmannstreyju að gjöf. Gunnar Steinn Pálsson, fyrrum blaðamaður, sagði frá skrautlegum karakterum Blikanna frá fyrri tíð og það var síðan Guðmundur Þórðarson, fyrsti landsliðsmaður Breiðabliks og þjálfari 5. flokks árið 1974, sem rakti feril margra piltanna og sagðist vera mjög stoltur af því að svo margir þessara pilta hefur náð langt í lífinu, bæði innan og utan knattspyrnuvallarins.

Bræðurnir Benedikt og Jón Orri Guðmundssynir höfðu tekið saman myndir frá þessu mikilvæga ári í sögu Breiðabliks. Góður rómur var gerður að öllum þessum uppákomum og ekki er laust við að sést hafi tár á hvarmi hjá nokkrum drengjanna.

image

Margir leikmenn og þjálfarar sem urðu Íslandsmeistarar með 3.,4. og 5. flokki Breiðabliks árið 1974 mættu ásamt nokkrum Blikum sem fengu viðurkenningu fyrir að hafa náð þeim áfanga að spila 100 mótsleiki eða meira með Breiðabliki.  

Efsta röð f.v.: Höskuldur Ólafsson 3. Fl.1974, Guðmundur Þórðarson þjálfari 5. Fl.1974, Valgarður Guðjónsson 3. Fl.1974, Aðalsteinn Jónsson 5. Fl.1974, Óskar Friðbjörnsson 5. Fl.1974, Björn Jónsson 4.f l.1974

Önnur röð að ofan; Sigurður Víðisson 100 leikja maður, Ingvar Teitsson 3. Fl.1974 , Ragnar Rögnvaldsson 5. Fl.1974 , Jón Orri Guðmundsson 3.fl.1974 , Bjarki Pétursson 100 leikja maður, Þórður Davíðsson 5.fl.1974 , Alexander Þórisson 4.fl.1974 , Ólafur Börkur Þorvaldsson 4. Fl. 1974 , Vilmar Pétursson 3. Fl.1974 , Sigurður V. Halldórsson 4.fl.1974

Þriðja röð að ofan; Helgi Bentsson 5. Fl.1974 , Ríkharður Örn Jónsson 100 leikja maður, Sævar Pétursson 100 leikja maður, Ingvaldur Gústafsson 5.fl.1974 , ? Bjarkason, Jón Magnússon 5. Fl.1974, Ásgeir Þorvaldsson þjálfari 3.fl.1974 , Konráð Konráðsson 4. Fl.1974 , Páll Ævar Pálsson 4. Fl.1974 , Jón Ingi Ragnarsson 100 leikja maður, Hákon Gunnarsson 3. Fl.1974 , Guðmundur Agnar Ernuson 4.fl.1974  og Guðmundur Ólafur Halldórsson 4. Fl.1974 .

Neðsta röð; Þórir Gíslason 4.fl.1974 , Gissur Guðmundsson þjálfari 4.fl.1974 , Andrés Pétursson 4.fl.1974 , Valdimar F.Valdimarsson 3. Fl.1974 , Theodór Guðfinsson 3. Fl.1974 , Júlíus Hafsteinsson 5.fl.1974 , Atli Knútsson 100 leikja maður og Sigurjón Rannversson 3. Fl.1974 .

image

Íslandsmeistarar 3. fl. 1974

Efsta röð f.v.: Hákon Gunnarsson, Einar Guðlaugsson, Rúnar Guðmundsson, Tómas Þór Tómasson, Sigurjón Rannversson, Kjartan Árnason.

Miðröð f.v.: Ásgeir Þorvaldsson þjálfari, Jón Orri Guðmundsson, Ingvar Teitsson, Kristján Gunnarsson, Andrés Kristjánsson, Pálmar Breiðfjörð, Guðni Stefánsson formaður.

Fremsta röð f.v.: Páll Kristinsson, Ólafur Björnsson, Valdimar Valdimarsson fyrirliði, Theodór Guðfinnsson, Vilmar Pétursson.

image

Íslandsmeistarar 4. fl. 1974.

Efsta röð f.v.: Gissur Guðmundsson þjálfari, Halldór Eiríksson, Jóhann Grétarsson, Jóhann Jóhannsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Halldór Sigurbjörnsson, Guðmundur Halldórsson.

Miðröð f.v.: Guðni Stefánsson formaður, Guðmundur Þorkelsson, Árni Dan Einarsson, Guðmundur Agnar Kristinsson, Sigurður V. Halldórsson, Jóhann Baldurs, Valdimar Kr. Valdimarsson.

Neðsta röð f.v.: Benedikt Þór Guðmundsson, Páll Ævar Pálsson, Birgir Teitsson, Þorsteinn Hilmarsson fyrirliði, Sveinn Ottóson, Þórir Gíslason. Á myndina vantar Bjarna Sigurðsson.

image

Íslandsmeistarar í 5. fl. 1974

Aftari röð f.v.: Guðni Stefánsson formaður knattspyrnudeildar, Heiðar Heiðarsson, Vilhjálmur, Helgi Bentsson, Óskar Friðbjörnsson, Sigurður Grétarsson, Aðalsteinn Jónsson, Júlíus Hafsteinsson, Jón Magnússon, Guðmundur Þórðarson þjálfari.

Fremri röð f.v.: Friðgeir Guðmundsson, Birgir Árnason, Trausti Ómarsson, Sigurjón Kristjánsson, Birgir Mogensen, Sigtryggur Baldursson, Þórður Davíðsson og Ingvaldur Gústafsson. 

Til baka