Siggi Víðis ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks
25.10.2016Sigurður Víðisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðablik. Sigurður hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur meðal annars þjálfað meistaraflokka kvenna hjá HK/Víkingi, FH og Fjölni og var spilandi þjálfari hjá Huginn á Seyðisfirði. Undanfarin ár hefur hann þjálfað yngri flokka hjá Breiðablik. Sigurður sem er 51 árs gamall var snjall varnarmaður og spilaði 127 leiki með meistaraflokki Blika á árunum 1986-1992 og skoraði í þeim 4 mörk.
Sigurður hefur einnig spilaði með eldri flokki Breiðabliks undanfarin ár og er margfaldur Íslandsmeistari í þeim flokki. Blikar fagna þessari ráðningu og senda þeim Arnari og Sigurði baráttukveðjur fyrir komandi keppnistímabil.
Áfram Breiðablik, alltaf, alls staðar!