BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Skúli aftur lánaður til Leiknis R.

12.12.2017

Miðherjinn stóri og stæðilegi Skúli R. Kristjánsson Sigurz hefur aftur verið lánaður til Leiknismanna í Breiðholti. Skúli endurnýjaði samninginn sinn við Blika til þriggja ára í síðustu viku en ákvað að fara aftur í Breiðholtið til að fá meiri spilatíma. Síðasta sumar lék Skúli tuttugu leiki með Leiknismönnum og skoraði tvö mörk.

Skúli sem er fæddur árið 1998 er næstum því tveggja metra hafsent með góðan skotfót. Það verður gaman að fylgjast með hvernig hann þroskast áfram sem leikmaður undir stjórn Blikans Kristófers Sigurgeirssonar hjá Leiknismönnum.

Til baka