Skúli skrifar undir 3 ára samning
17.11.2016Einn af hinum fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum Breiðabliks, Skúli E. Kristjánsson Sigurz, hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeildina. Skúli sem er 18 ára gamall var valinn besti leikmaðurinn í 2. flokksliði félagsins sem varð Íslandsmeistari með glæsibrag í sumar. Skúli sem er rétt tæplega 2 metrar á hæð er stór og sterkur örvfættur varnarmaður með góðan leikskilning og góða tækni. Þar að auki er hann með fína sendingargetu.
Blikar.is óskar Skúla til hamingju með samninginn og það verður gaman að sjá til þessa efnilega leikmanns í framtíðinni.