Stefán Ingi kvaddur
02.07.2023Framherjinn snjalli Stefán Ingi Sigurðarson kvaddi okkur Blika, í bili að minnast kosti, þegar hann lék í Evrópuleiknum gegn Buducnost á Kópavogsvelli á föstudagskvöldið. Leikurinn vannst 5:0 og auðvitað skoraði Stefán Ingi í leiknum. Hann er nú farinn til Belgíu þar sem hann fer í læknisskoðun og skrifar í framhaldinu undir atvinnumannasamning við belgíska liðið Padro Eisden.
Sóknarmaðurinn hávaxni hefur svo sannarlega slegið í gegn í sumar. Hann er búinn að skora 10 mörk í Bestu deildinni auk 7 marka í öðrum keppnum í ár.
✍️ ????????????????Á???? ???????????????? ????????????????????Ð???????????????????? ???????? ???????????? ????????????????????????????!
— K. Patro Eisden Maasmechelen (@patro_eisden) July 3, 2023
???? De 22-jarige centrum spits komt over van Breidablik Kópavogur uit Ijsland. ????????
Welkom Stefán en veel succes! ????⚪️#koempels #samennaar1B pic.twitter.com/jyhQnzbpae
Stefán Ingi er fæddur árið 2001 og er því 22 ára gamall. Hann lék með öllum yngri flokkum Breiðbliks en ákvað að nýta sér skólastyrk til að læra í Boston College í MA. Það takmarkaði möguleika hans að spila meira með meistaraflokki Blika undanfarin ár. Til að fá meiri spilatíma í meistaraflokki fór hann því að láni til Augnabliks, Grindavíkur, ÍBV og HK og skoraði grimmt á öllum stöðum. Þegar hann lauk háskólanáminu Boston College - þar sem hann fékk "Golden Eagle 2022/23" viðurkenninguna - um áramótin opnuðust möguleikar hans með Blikaliðinu og hefur hann svo sannarlega gripið það tækifæri með opnum örmum.
Við Blikar eigum eftir að sakna Stefáns Inga. Bæði er hann frábær knattspyrnumaður en ekki síður góður drengur.
Við óskum Stefáni Inga velfarnaðar í Belgíu og munum fylgjast grannt með honum á komandi árum!
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
Viðtal við kappann á Stöð 2 Sport: