Takk Benjamin Stokke!
10.11.2024Íslandsmeistarinn Benjamin Stokke, lengst til vinstri, í góðum félagsskap eftir verðlaunaafhendinguna á heimavelli Hamingjunnar í Víkinni sunnudagskvöldi 27. október 2024.
Benjamin kveðjur Breiðablik sem Íslandsmeistari, var frábær viðbót við hópinn og stóð sig vel í öflugum hópi leikmanna. Skoraði 4 mikilvæg mörk í sumar. Frábær félagi sem lagði sig alltaf 110% fram og við óskum honum alls hins besta.
Ferill
Benjamin Stokke, fæddur 20. ágúst 1990, kom til FK Tønsberg frá Eik-Tønsberg fyrir tímabilið 2009. Hann átti gott tímabil með Eik-Tønsberg 2008 og fékk í kjölfarið nokkur tilboð, þar á meðal frá Hønefoss.
Í febrúar 2011 gerir Benjamin tveggja ára samning við Sandefjord.
Árið 2012 skrifar Benjamin undir samning við Mjøndalen.
Í nóvember 2016 söðlaði hann um og skrifaði undir tveggja ára samning við Kristiansund.
Í félagaskiptaglugganum 2018 fór Benjamin frá Kristiansund til Randers FC.
Í júní 2020 samdi Benjamin við Vålerenga til ársins 2020.
Í mars 2021 skrifaði hann undir samning við Mjøndalen til ársins 2022.
Í febrúar 2023 er Benjamin aftur kominn til Kristiansund og varð markahæsti leikmaður OBOS deildarinnar í fyrra og valinn í lið ársins af Dagbladed Sporten.
Í mars 2024: Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks
04.03.2024: Leist illa á að fara svo nærri Norður-Kóreu
/PÓÁ