BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tankurinn tæmdist í síðari hálfleik!

14.02.2024 image

Aftari röð f.v.: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminoviv, Tómas Orri Róbertsson, Ásgeir Helgi Orrason, Arnór Gauti Jónsson, Anton Ari Einarsson. Fremri röð f.v.: Dagur Örn Fjeldsted, Eyþór Aron Wöhler, Andri Rafn Yeoman, Kristinn Jónsson, Aron Bjarnason.

Blikar urðu að sætta sig 1:3 tap gegn FH í Lengjubikarnum í kaflaskiptum leik. Okkar drengir voru mun betri í fyrri hálfleik og voru með sanngjarna forystu 1:0 þegar liðin gengu til búningsherbergja í leikhléi. Eyþór Wöhler setti markið eftir snarpa sókn Blikaliðsins á 21 mínútu. Lítið virtist vera á tankinum í síðari hálfleiknum og fengum við þrjú frekar ódýr mörk á okkur á síðustu 20 mínútum leiksins.

Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að Blikaliðið gefi eftir í síðari hálfleik. Frekar stutt er síðan liðið hóf æfingar á nýjan leik eftir hamaganginn fyrir áramót. Okkar drengir eru nokkkuð á eftir öðrum liðum í æfingu og það mun lagast á næstu vikum. Auðvitað verður að taka tillit til þess að allir leikmenn á skýrslu fengu tækifæri í leiknum og við enduðum leikinn án lykilmanna. En hins vegar er óþarfi að gefa svona ódýr mörk eins og við gerðum í þessum leik. Við lærum af þessu og gerum betur í næsta leik sem er gegn vinum okkar í Grindavík á laugardaginn á Kópavogsvelli kl.13.00!

-AP

Til baka