BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tilþrifalaust jafntefli gegn Víkingum

05.12.2015
Okkar piltum mistókst að skora gegn Víkingum í BOSE mótinu þrátt fyrir að vera með Eið Smára innanborðs síðari hluta leiksins. Sem betur tókst gestunum ekki heldur að skoða þannig að leiknum lauk með markalausu jafntefli. Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir mikil tilþrif en Eiður Smári sýndi þó lipra takta og var ekki langt frá því að skora í leiknum. 
 
Flest allir leikmenn Blikaliðsins fengu að spreyta sig í leiknum en einhvern veginn tókst ekki að ná upp mikilli leikstemmningu og fóru því fjölmargir áhorfendur frekar svekktir heima að leik loknum. Spánverjinn Sergio Carrallo Pendás spilaði í 55 mínútur með Blikaliðinu og greinilegt að þetta er snjall leikmaður. Hann náði hins vegar ekki að setja mark sitt á leikinn frekar en aðrir leikmenn Blika. 
 
Arnór, Oliver, Höskuldur, Andri Rafn og Kári hvíldu vegna smávægilegra meiðsla. Einnig er Gunnleifur í pásu fram yfir áramótin. Aron Snær stóð vaktina allan leikinn og varði tvisvar vel frá Víkingum. Við vorum meira með boltann í leiknum en náðum í raun ekki að skapa okkur nein sérstök færi. Víkingar voru hættulegir í skyndisóknum en vörnin stóð vaktina með ágætum.  Við getum hins vegar mun meira en við sýndum í þessum leik og næsti leikur verður örugglega mun betri en þessi.
 
Myndaveisla í boði Fótbolata.net
 
Sjá viðtal við þá Eið Smára, Arnór og Arnór Guðjónsen.
 
-AP

Til baka