Tíma Olivers hjá Breiðabliki lokið
23.11.2024Grafík: Halldór Halldórsson
"Nú er tíma mínum hjá Breiðablik lokið" segir snillingurinn Oliver Sigurjónsson í facebook færslu í byrjun nóvember.
"Það er búið að vera partý í stúkunni kæri Oliver. Það hafa komið Íslandsmeistaratitlar, ótal sigrar, magnaðar minningar og sögur sem verða sagðar um ókomin ár. Oliver þú hefur gefið meira en orð fá lýst, allt frá þínum fyrstu árum og til ársins 2024. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og gangi þér vel." segir í færslu knattspyrnudeildar
Samantekt - Blikar.is:
17.08.2011: Fimm Blikar Norðurlandameistarar. Norðurlandamót U17 landsliða fór fram dagana 2. - 7. ágúst 2011 á norðurlandi. 8 þjóðir tóku þátt, Norðurlandaþjóðirnar 6 ásamt Englandi og auka liði frá Íslandi.
24.08.2011: Oliver Sigurjónsson til AGF. Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við danska úrvalsdeildarliðið AGF um félagsskipti Olivers Sigurjónssonar til danska liðsins.
06.03.2014: Fimm Blikar í U19 ára landsliðinu voru saman í bekk í grunnskóla. U19 ára landslið karla lék í dag síðari vináttulandsleikinn við Svíþjóð en strákarnir í U19 unnu báða leikina.
23.07.2014: Oliver kominn heim. Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson er kominn heim aftur eftir tveggja ára dvöl hjá danska liðinu AGF.
06.06.2015: Blikar að skora í landsleikjum. Oliver var frábær í landsleiknum gegn Frökkum á Kópavogsvelli í gær. Oliver var maður leiksins að okkar mati enda lék Olvier mjög vel á og skoraði 2 mörk í 3-2 sigri Íslands á Frökkum.
02.11.2015: Oliver skoðar aðstæður hjá Arminia Bielefeld. Þýska 2. deildarliðið Arminia Bielefeld hefur boðið knattspyrnumanninum snjalla út til æfinga með liðinu.
06.11.2015: Oliver með nýjan samning! Oliver Sigurjónsson skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í gærkvöld.
09.02.2017: Fimm Blikar í Las Vegas. Fimm af okkar drengjum komu við sögu hjá íslenska A-landsliðinu sem tapaði naumlega fyrir Mexíkó 0:1 í vináttulandsleik í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær.
24.07.2017: Oliver seldur til FK Bodö/Glimt. Þær fréttir voru að berast að Breiðablik og norska liðið Bodø/Glimt hafi gert samkomulag um kaup síðarnefnda félagsins á miðjumanninum snjalla.
04.04.2018: Oliver kominn heim!. Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að norska liðið Bodö/Glimt hefur samþykkt að láta miðjumanninn snjalla til Breiðabliks í sumar.
20.12.2018: Útlendingahersveitin mætti á æfingu. Það var sannkallað ,,útlenskt" þema á æfingu meistaraflokks Breiðabliks í dag. Nánast öll útlendingahersveit Blika mætti á æfingu og setti skemmtilegan svip á Fífuna.
14.01.2020: Oliver kominn heim! Þau ánægjulega tíðindi voru að berast að miðjumaðurinn snjalli er kominn heim aftur eftir 2 ára dvöl í Noregi. Hann var að skrifa undir 3 ára samning við Breiðablik.
01.06.2022: Oliver Sigurjónsson skrifar undir nýjan samning. Þau tíðindi voru að berast að miðjumaðurinn öflugi hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2024.
10 ára ferill með Breiðabliki. Fyrsti meistarflokksleikur Olivers var 2:2 jafnteflisleikur gegn Fylki 31. ágúst 2014.
Sigur og þá er alltaf alvöru patrý í stúkunni a la Oliver Sigurjónsson:
/PÓÁ