Tobias Thomsen í Kópavoginn
03.03.2025
Tobias Thomsen hefur skrifað undir samning við Íslandsmeistara Breiðabliks og mun spila með liðinu á komandi leiktíð.
Hinn danski Tobias er íslensku knattspyrnuáhugafólki vel kunnugur, því hann spilaði með KR og Val við góðan orðstír á árunum 2017-2020. Vann hann m.a. Íslandsmeistaratitilinn með báðum félögum. Alls á Tobias 63 leiki í efstu deild Íslandsmótsins og 18 mörk.
Ferill:
Tobias, sem er 32 ára, kemur til Breiðabliks frá portúgalska félaginu Torreense, þar sem hann hefur verið undanfarna mánuði. Þar á undan spilaði Tobias með Hvidovre í efstu deild Danmerkur.
Við bjóðum Tobias velkominn í Kópavoginn
@breidablikfc FIRST DAY A BREIÐABLIK PLAYER????????????
♬ Background Hip-Hop Instrumental - AVANT-BEATS