Tölfræði 2016 - samantekt
13.10.2016Arnar Grétarsson hefur nú stýrt Breiðabliksliðinu í 75 opinberum keppnisleikjum frá því að hann tók við liðinu fyrir keppnistímabilið í fyrra. Árangurinn er 42 sigrar, 16 jafntefli og 17 töp.
Gunnleifur Gunnleifsson er eini leikmaður meistarflokks karla sem nær þeim áfanga því að spila allar mínútur í öllum efstu deildar leikjum Breiðabliks í sumar. Næstir í röðinni eru Andri Rafn Yeoman, Arnþór Ari Atlason og Damir Muminovic.
Markverðirnir okkar þeir Arnór Snær Friðriksson og Hlynur Örn Hlöðversson skiptust á að sitja á bekknum í leikjum sumarsins.
PEPSI Deildin 2016 - yfirlit:
|
MÍNÚTUR % | LEIKIR | MÖRK | |
Gunnleifur Gunnleifsson | 100% | 22 | ||
Andri Rafn Yeoman | 98% | 22 | 2 | |
Arnþór Ari Atlason | 93% | 22 | 4 | |
Damir Muminovic | 90% | 20 | 2 | |
Elfar Freyr Helgason | 87% | 22 | ||
Daniel Bamberg | 87% | 22 | 3 | |
Davíð Kristján Ólafsson | 86% | 20 | ||
Oliver Sigurjónsson | 77% | 18 | 1 | |
Alfons Sampsted | 69% | 17 | ||
Árni Vilhjálmsson | 52% | 12 | 6 | |
Gísli Eyjólfsson | 51% | 15 | 2 | |
Arnór Sveinn Aðalsteinsson | 40% | 10 | 1 | |
Höskuldur Gunnlaugsson | 36% | 19 | 3 | |
Jonathan Ricardo Glenn | 36% | 14 | ||
Ellert Hreinsson | 29% | 15 | 1 | |
Atli Sigurjónsson | 27% | 14 | 2 | |
Viktor Örn Margeirsson | 22% | 9 | ||
Guðmundur Atli Steinþórsson | 14% | 6 | ||
Guðmundur Friðriksson | 5% | 1 | ||
Ágúst Eðvald Hlynsson | 2% | 4 | ||
Kári Ársælsson | 1% | 1 | ||
Alexandr H. Sigurðarson | 1% | 1 | ||
Sólon Breki Leifsson | 1% | 1 | ||
Willum Þór Willumsson | 1% | 1 |
Margir yngri leikmenn Breiðabliks léku á láni hjá öðrum liðum og spiluðu samtals 144 leiki með öðrum liðum í sumar.
Fyrir mótið var Arnór Gauti Ragnarsson lánaður í Selfoss. Gunnlaugur Hlynur Birgisson og Ósvald Jarl Traustason voru lánaðir til Fram. Ernir Bjarnason fór á lán til Vestra. Hlynur Örn Hlöðversson var lánaður til Grindvíkinga en var kallaður til baka í félagaskiptaglugganum. Aron Snær Friðriksson var lánður í Tindastól í einn mánuð (16. apríl – 16. maí). Og Gísli Eyjólfsson var lánaður til Víking Ó en var svo kallaður til baka úr láni.
Í félagaskiptaglugganum voru 6 leikmenn lánaðir til annarra liða. Alexander Helgi Sigurðarson til Ólafsvíkur. Aron Snær Friðriksson og Sólon Breki Leifsson fóru til Vestra. Guðmundur Friðriksson fór til Þróttara í Reykjavik, og þeir Ólafur Hrafn Kjartansson og Óskar Jónsson fóru á lán til Þórs Ak.