Tumi Fannar skrifar undir samning til 2027
16.04.2025
Mynd: Tumi Fannar í leik gegn HK á Kópavogsvelli 2024
Tumi Fannar Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Tumi, sem er tvítugur, hefur verið hluti af meistaraflokkshópi Breiðabliks síðan 2022.
Hann tók þátt í 4 leikjum í Bestu deildinni í fyrra þegar Breiðabliksliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Mótsleikir Tuma í Breiðablikstreyjunni eru samtals 18.
Þá spilaði Tumi 13 leiki sem lánsmaður hjá Augnabliki sumarið 2024.
Tumi hefur spilað 3 leiki með U15 landsliðinu og varið í æfingahópum U17, U18 og U19 landsliða.
Tumi er að koma til baka eftir smá meiðsli. Hann var ekki í hópi í fyrsta leik í Bestu en var ónotaður varamaður í leiknum gegn Fram.
Við óskum Tuma til hamingju með nýja samninginn og hlökkum til að sjá hann á vellinum í sumar.