Tveir ungir Blikar til Bologna!
01.10.2020
Breiðablik hefur samþykkt tilboð Bologna á Ítalíu um lán og kauprétt á hinum ungu og efnilegu Hlyn Frey Karlssyni og Gísla Gottskálk Þórðarsyni en þeir eru báðir fæddir árið 2004.
Leikmennirnir ungu verða á láni fram á næsta sumar en þá mun Bologna taka ákvörðun um hvort af kaupum verði. Hjá félaginu er fyrir Andri Fannar Baldursson sem hefur staðið sig frábærlega og er í dag orðinn meðlimur aðalliðs félagsins aðeins 18 ára að aldri.
Þetta er frábært tækifæri fyrir hina bráðefnilegu leikmenn og sýnir enn og aftur að Breiðablik er fremst í flokki íslenskra liða þegar kemur að þróun og tækifærum fyrir unga og efnilega leikmenn.
Leikmennirnir halda til Bologna strax á morgun.
Blikar eru afar stolt af þessum ungu og efnilegu leikmönnum og óskar þeim alls hins besta á erlendri grundu.
Hlynur Freyr Karlsson
Gísli Gottskálk Þórðarson