BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

UEFA Sambandsdeild 2025/26. Deildarkeppni. Lausanne-Sport vs Breiðablik

30.09.2025 image

Fyrsti leikur Breiðabliks af sex í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA 2025 er gegn Lausanne-Sport í Lausanne í Sviss á fimmtudaginn kl.16:45!

SÝN Sport Viaplay sýnir leikinn. Útsending hefst kl.16:35!

Leikir Breiðabliks í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA 2025

Aðeins fjórum sinnum í sögunni hefur íslenskt félagslið tryggt sér sæti í riðla- og deildarkeppni UEFA. Kvennalið Breiðabliks varð fyrsta liðið til að ná að spila í riðlakeppni Meistaradeildar UEFA árið 2021. Breiðablik var fyrst karlaliða til að komast í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA árið 2023 og er þar aftur 2025. 

Um andstæðinginn

FC Lausanne-Sport er eitt af elstu og virtustu félögum í Svissneskum fótbolta, stofnað árið 1896 og staðsett í Lausanne við Genfarvatn. Þeir spila heimaleiki sína á Stade de la Tuilière, sem rúmar um 12.000 áhorfendur og er nýr og glæsilegur völlur sem opnaði árið 2020.

FC Lausanne-Sport á sér langa og litríka sögu í svissneskum fótbolta, sem spannar yfir 125 ár. Hér er greining á helstu tímamótum og þróun félagsins:

Félagið er stofnað árið 1896 sem Montriond Lausanne. Nafnið Lausanne-Sports FC kom til árið 1920 eftir samruna við Club Hygiénique de Lausanne. Félagið er staðsett í Lausanne, í kantónunni Vaud, og spilar nú á Stade de la Tuilière vellinum.

Eftir tímabilið 2001–02 féll félagið vegna þess að það fékk ekki leyfi til að spila í efstu deild. Gjaldþrot árið 2003 leiddi til þess að félagið var endurstofnað sem FC Lausanne-Sport og byrjaði aftur í 4. deild. Liðið komst aftur upp í efri deildir innan fárra ára.

Félagið hefur sveiflast á milli Super League og Challenge League en vann sér aftur sæti var í Super League eftir 2022–23 tímabilið.

Evrópukeppnir Lausanne-Sport

Lausanne-Sport hefur tekið þátt í Evrópukeppnum, en hefur ekki náð langt í Meistaradeild eða Evrópudeild.

Lausanne-Sport komst nokkuð óvænt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar árið 2010 þegar þeir slógu út Lokomotiv Moskvu í umspili, sem var mikið afrek fyrir lið úr Challenge League (2. deild). Í riðlinum mættu þeir Sporting CP, Lille og KAA Gent, en náðu ekki að komast áfram. Þetta var í fyrsta sinn sem svissneskt 2. deildarlið komst í riðlakeppni UEFA.

Lausanne-Sport er nú í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar 2025-26, eftir að hafa slegið út Beşiktaş í umspili. Þetta er fyrsta skiptið sem Lausanne-Sport tekur þátt í Sambandsdeild UEFA.

Leikmannahópur Lausanne-Sport

Evrópusaga Breiðabliks

Karlalið Breiðabliks hefur spilað 54 Evrópuleiki frá 2010 til 2025 gegn 26 evrópskum félagsliðum. Strákarnir hafa tekið þátt í öllum UEFA keppnum: Meistaradeild, Evrópudeild og Sambandsdeild.

Fyrsti Evrópuleikurinn var gegn Motherwell í Skotlandi 15. júlí 2010. Frá því hefur Breiðablik tekið þátt í UEFA Evrópukeppnum í 11 ár af 16 mögulegum - þar af 7 ár í röð. 

Leikurinn við Lausanne-Sport á fimmtudaginn verður 55. UEFA Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi.

 

Þátttaka í Evrópumótum:

- Meistaradeild: 2025, 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2025, 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2025, 2024, 2023, 2022, 2021.

Yfirlit Evrópuleikja frá upphafi: 

image

EvrópuBlikar

Sigurður Grétarsson varð fyrsti leikmaður Breiðabliks sem gerðist atvinnumaður þegar hann skrifaði undir samning við 08 Homburg árið 1980.

Siggi átti mikilli velgengni að fagna í Sviss sem leikmaður FC Luzern frá 1985 til 1990 (123 leikir og 46 mörk) og Grasshopper Zurich frá 1990 til 1993 (69 leikir og 8 mörk)

Hann var lykilmaður í Luzern og skoraði reglulega, en hjá Grasshopper lék hann í stærra félagi með meiri samkeppni. Ferill hans í Sviss var hluti af glæsilegum fótboltaferli sem atvinnumaður sem náði einnig til Þýskalands og Grikklands, auk A-landsliðs Íslands þar sem hann lék 46 landsleiki og skoraði 8 mörk.

 

Núverandi leikmenn

Þrír leikmenn í núverandi leikmannahópi tóku þátt í fyrsta Evrópuleik karlaliðs Breiðabliks fyrir 15 árum. Þetta eru leikmennirnir Andri Rafn Yeoman, Kristinn Steindórsson og Kristinn Jónsson. Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið duglegar að skora mörk í Evrópuleikjum, er með 12 mök, en markahrókurinn Kristinn Steindórsson var fyrstur núverandi leikmanna að skora mark fyrir blikaliðið í Evrópukeppni þegar hann skoraði seinna markið í 2:0 sigri á Rosenborg í undankeppni Meistaradeildar UEFA á Kópavogsvelli 20. júlí 2011. 

Dagskrá

Flautað verður til leiks á Stade de la Tuilière í Lausanne kl.16:45 á fimmtudaginn.

Dómarar eru frá Kósovó. Aðaldómari er Genc Nuza. Aðstoðardómarar eru: Fatlum Berisha  og Bujar Selimaj . Fjórði dómari: Erdall Zasella. Myndbandsherbergi: Dardan Çaka og Visar Kastrati.

Bein textalýsing UEFA

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

image

Til baka