Undankeppni Evrópudeildar UEFA 2023/24: Zrinjski - Breiðablik
06.08.2023Það er komið að sjöunda Evrópuleik okkar manna á þessu tímabili
Næsti andstæðingur er liðið Zrinjski (HŠK Zrinjski Mostar) frá Bosníu-Hersegóvínu
Leikurinn er í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA 2023/24
Meistaradeild UEFA 2023/24
Forkeppnin
Þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar í Nyon 13. júní kom liðið Tre Penne frá San Marínó upp úr pottinum sem fyrsti andstæðingur Breiðabliks í forkeppni Meistaradeildarinnar sem fram fór á Kópavogsvelli dagana 27. og 30. júní 2023. Leikurinn við San Marínó liðið var undanúrslitaleikur sem Blikar unnu 7:1. Úrslitaleikurinn var gegn Budućnost Podgorica, 30. júní. Blikar unnu þann leik 5:0 og tryggðu sér þar með áfram í undankeppnina.
Undankeppnin
Breiðablik mætti írsku meisturunum Shamrock Rovers í 1. umferð undankeppninnar og gerði sér lítið fyrir og slógu þá írsku út með sigri gegn þeim í Dublin 0:1 og á Kópavogsvelli 2:1.
Í 2. umferð mættu Blikar dönsku meisturunum FC Copenhagen. FCK vann báða leikina: 0:2 á Kópavogsvelli og 6:3 á Paken í Kaupmannahöfn.
Evrópudeild UEFA 2023/24
Undankeppni
Blikaliðið tekur nú þátt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar Zrinjski frá Mostar í Bosníu-Hersegóvínu. Fyrri leikurinn er í Mostar núna á fimmtudaginn. Zrinjski liðið kemur svo á Kópavogsvöll 17. ágúst.
Um andstæðinginn
HŠK Zrinjski Mostar er atvinnuknattspyrnufélag með aðsetur í Mostar í Bosníu-Hersegóvínu. Félagið leikur í úrvalsdeildinni þar í landi og hefur verið eitt af bestu liðum landsins enda unnið 8 meistaratitla undanfarin ár.
Félagið spilar heimaleiki sína á Stadion pod Bijelim Brijegom í Mostar. Stuðningsmannaklúbbur Zrinjski heitir Ultras Mostar og var stofnaður árið 1994.
Félagið var stofnað árið 1905 og er elsta knattspyrnufélagið í Bosníu-Hersegóvínu. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru öll félög sem höfðu tekið þátt í króatísku deildinni á stríðstímum bönnuð í Júgóslavíu, Zrinjski var einn af þeim. Bannið stóð frá 1945 til 1992.
Eftir sjálfstæði Bosníu-Hersegóvínu voru gerðar umbætur á félaginu. Zrinjski Mostar lék í 1. deildinni til ársins 2000. Eftir það lék liðið í úrvalsdeildinni og vann sinn fyrsta titil þar árið 2005.
Frægasti leikmaður sem hefur spilað í Zrinjski treyju er án nokkurs vafa króatíski miðjumaðurinn Luka Modrić. Hann skrifaði undir sinn fyrsta samning 18 ára gamall, hjá Dinamo Zagreb, en eyddi fyrsta tímabili sínu á láni hjá Zrinjski. Þrátt fyrir ungan aldur spilaði hann 22 deildarleiki tímabilið 2003-04, skoraði átta mörk og sýndi að hann ætti bjarta framtíð fyrir sér.
Árangur Zrinjski í Evrópukeppnum
Liðið tók fyrst þátt í Evrópukeppni árið 2000 í UEFA Intertoto Cup. Leikir liðsins í Evrópukeppnum síðan eru 63 leikir: 25 sigrar, 22 töp og 16 jafntefli.
Nánar um HŠK Zrinjski Mostar: Sagan. Heimasíða félagsins. Wikipedia.
Völlur Zrinjski's í Mostar
Saga Blika í Evrópukeppnum
Karlalið Breiðabliks hefur tekið þátt í Evrópukeppni 5 ár í röð og í 9 ár af 13 mögulegum – fyrst árið 2010. Leikurinn við Zrinjski á miðvikudaginn verður 34. Evrópuleikur Blikaliðsins frá upphafi. Þátttaka í Evrópumótum til þessa:
- Meistaradeild: 2023, 2011.
- Evrópudeild: 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.
- Sambandsdeild: 2022, 2021.
Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópuleikjum:
2023 - F.C. Copenhagen, Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne.
2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma.
2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union.
2020 - Rosenborg.
2019 - Vaduz.
2016 - Jelgava.
2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma.
2011 - Rosenborg.
2010 - Motherwell.
Samtals 33 leikir í 12 löndum - 14 sigrar, 5 jafntefli, 14 töp.
Flestir leikir í Evrópukeppnum:
2023: Í gangi. Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3 umf. Zrinjski. Meistaradeild UEFA. Undankeppni: 2.umf. F.C.Copenhagen. 1.umf. Shamrock Rovers. Forkeppni: undanúrslit - Tre Penne og úrslit - Buducnost Podgorica.
2022: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Istanbul Basaksehir - 2.umf. Buducnost Podgorica - 1.umf. UE Santa Coloma.
2021: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Aberdeen FC - 2.umf. Austria Wien - 1.umf. Racing Uion.
2013: Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. FC Aktobe - 2.umf. Sturm Graz - 1.umf. FC Santa Coloma.
Framhaldið.
Eftir að dregið var í umspil & 4. umferð Evrópu-og Sambandsdeildar Evrópu karla í Nyon fyrr í dag er ljóst að nái okkar menn í sigur í einvíginu gegn Zrinjski er liðið komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og mætum þar austurríska liðinu LASK í umspili um sæti riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2023/24. Vinnist ekki sigur gegn Zrinjski fara Blikar í umspilseinvígi um sæti í Sambandsdeildinni gegn sigurvegurum einvígis FC Struga frá Norður-Makedóníu og Swift Hesperange frá Lúxemborg.
Leikmannahópur Blika
Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar.
Dagskrá
Zrinjski og Breiðablik mætast á Gradski vellinum í Mostar 3. umf undankeppni Evrópudeildar UEFA 2023/24, fimmtudaginn 10. ágúst kl.19:00 (GMT) 21:00 (CET).
Stefnt er að því að sýna leikinn í Grænu stofunni í stúkunni á Kópavogsvelli. Húsið opnar kl.18.00 en leikurinn sjálfur hefst kl.19.00. Allir Blikar velkomnir!
Stoð 2 Sport sýnir leikinn í beinni. Útsending hefst kl.18:50.
Dómarar eru frá Skotlandi. Aðaldómari: Nicholas Walsh. Aðstoðardómarar: Douglas Potter og Calum Spence. Fjórði dómari: Christopher Graham. Myndbandsherbergi: Fedayi San og William Collum.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!