Undankeppni Evrópudeildarinnar 2020/2021: Rosenborg - Breiðablik fimmtudaginn 27. ágúst kl.17:00.
25.08.2020Breiðablik mætir norska stórliðinu Rosenborg frá Þrándheimi í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 27. ágúst 2020
Leikurinn verður sýndur kl.17.00 beint á Stöð 2 Sport og er aðgengilegur þeim sem eru með Sport Ísland áskrift.
Þrátt fyrir að Norðmennirnir séu sigurstranglegra liðið þá getur allt gerst í knattspyrnu. Við höfum áður spilað gegn Rósenborg í Evrópukeppni. Það var árið 2011 í Meistaradeildinni. Fyrri leikurinn tapaðist nokkuð illa 0:5. En sú úrslit segja ekki nema hálfa söguna. Blikaliðið byrjaði leikinn vel en svo fengum við á okkur þrjú slysaleg mörk undir lok leiksins.
Við sýndum hins vegar okkar bestu hliðar í seinni leiknum nokkrum dögum síðar og unnum Rosenborg 2:0 á Kópavogsvelli. Kristinn Steindórsson skoraði annað markið í þeim leik og getur hann örugglega miðlað af reynslu sinni til yngri stráka í Blikaliðinu.
Á ýmsum miðlum í Noregi má lesa að heimamenn eru kampakátir með okkur sem mótherja og telja að sæti í næstu umferð sé næsta tryggt. Það er því okkar Blika að sýna og sanna að við getum komist í næstu umferð!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!