BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ungir skrifa undir hjá Blikum

19.01.2023 image

Undanfarnarið hefur knattspyrnudeildin verið að kynna samninga við þessa ungu og efnilega leikmenn - framtíðina okkar:

Hilmar Karlsson semur við Breiðablik!

Markmaðurinn Hilmar Karlsson hefur gert samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Hilmar er 16 ára gamall og var fastamaður í U16 og U17 landsliðum Íslands á seinasta ári.

Hilmar hefur tvívegis farið á reynslu hjá danska félaginu Midtjylland og erum við Blikar spennt að sjá hann í rammanum í Kópavogi áfram!

Til hamingju Hilmar og áfram Breiðablik!

image

Hilmar Karlsson / Mynd: Breiðablik

Jón Sölvi semur við Breiðablik!

Jón Sölvi Símonarson hefur gert samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Jón Sölvi verður 16 ára á árinu og er afar efnilegur markmaður.

Hann spilar með 3. og 2. flokki félagsins og verður spennandi að sjá hann halda áfram að vaxa og dafna á næstu árum.

Til hamingju Jón Sölvi - Áfram Breiðablik!

image

Jón Sölvi Símonarson / Mynd: Breiðablik

Arnar Smári gerir samning við Breiðablik!

Arnar Smári Arnarsson skrifaði undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks á dögunum.

Arnar er 18 ára sóknarmaður sem verður spennandi að fylgjast með á næstunni.

Hann hefur undanfarið glímt við meiðsli en er nú kominn á fulla ferð.

Til hamingju Arnar - áfram Breiðablik! ️

image

Arnar Smári Arnarsson / Mynd: Breiðablik

Til baka