Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar 2011
09.10.2011
Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar fór fram í Smáranum um síðustu helgi. Kristján Ingi Gunnarsson og Vignir Rafn Valþórsson skemmtu blikum. DJ Fox sá um að þeyta skífum og dönsuðu kátir blikar fram á nótt.
Eftirfarandi leikmenn í meistaraflokki karla og kvenna hlutu viðurkenningu fyrir frammistöðu sína í sumar:
Leikmaður ársins:
Kristinn Steindórsson
Fanndís Friðriksdóttir
Efnilegasti leikmaðurinn:
Árni Vilhjálmsson
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Leikmaður leikmannanna:
Kristinn Steindórsson
Hlín Gunnlaugsdóttir
Eftirfarandi leikmenn í 2. flokki karla og kvenna hlutu viðurkenningu:
Mestu framfarir:
Arnór Bjarki Hafsteinsson
Rebekka Katrín Arnþórsdóttir
Leikmaður ársins:
Hilmar Freyr Bjartþórsson
Tinna Björk Birgisdóttir
Leikmaður leikmannanna:
Orri Steinar Steingrímsson
Tinna Björk Birgisdóttir
Tryggingarfélagið Vörður og Landsbankinn voru aðal styrktaraðilar uppskeruhátíðarinnar.
Áfram Breiðablik!