Viðtal við Kára
07.09.2010
Við fengum fyrirliðann og stórmeistarann Kára Ársæls til að svara nokkrum laufléttum spurningum fyrir Fylkisleikinn.
Kári sem hafði verið inn og út úr Blikaliðinu í nokkur ár vegna tíðra Ameríkuferða sinna hefur undanfarin tvö ár sinnt hlutverki fyrirliða Breiðabliks og yfirpeppara og yfirmanns sektarsjóðs liðsins.
Kári ekur um á BMW en lyklarnir af þeim bíl eru verðmætari en bíllinn sjálfur.
Fullt nafn: Kári Ársælsson
Gælunafn: Zlatan, Kilo Alfa, HardCore, Markamaskínan.
Aldur: 25, var samt einn af 4 yngstu á æfingu um daginn. Var ekki gaman að fylla á vatnið.
Hjúskaparstaða? Er í sambandi með Ásdísi Guðmundsdóttur újééééé...
Börn? Ekki ennþá
matur? Finnst ægilega gott að fá gott grillkjöt með góðu meðlæti. Heimalöguð Pizza líka gott.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Entourage, Family guy, South park, Top Gear og margt margt fleira.
Besta bíómyndin? Gladiator, Lord of The Rings, og svo eh fullt meira sem ég man ekki í augnablikinu.
Uppáhaldsdrykkur? Egils Orka, það er kaffið.
Markmið sumarsins? Verða Íslandsmeistari.
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Já, soldið. Sæki alltaf Simma í leiki, ef það klikkar þá töpum við 😊 Svo eru svona hlutir varðandi undirbúninginn bara, borða alltaf sama á sama tíma og svo framvegis.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Fullt af góðum leiðum, mismunandi hvað menn taka nærri sér.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila? HK
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Martin Dahlin og Tomas Brolin voru flottir á HM 94'
Erfiðasti andstæðingur? Þeir aðilar sem voru fyrir utan í reit þegar ég og Gummi Kri hlupum eins og hauslausar hænur í miðjunni 😊
Ekki erfiðasti andstæðingur? Klofið á Aroni Smára í reit er frekar auðveldur andstæðingur.
Besti samherjinn? Blikaliðið. Svo virðist ég oftar en ekki vinna á æfingum þegar ég er með Olla í liði.
Sætasti sigurinn? Verður eigilega að vera Bikarúrslitaleikurinn í fyrra, held það sé ekki hægt að fá meiri spennu í einn leik.
Mestu vonbrigði? Spurjið Gumma Kri, held það sé sama hjá okkur báðum.
Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Man U.
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Zlatan er flottur
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Alveg rosalega margir efnilegir í Blikunum, bræðurnir Andri og Tommi Yeoman td. Annars er náttla Árni Kristinn svaðalegt efni líka.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Elli Jr er svaðalegur.
Grófasti leikmaður deildarinnar? Valur Fannar er "lúmskt" grófur, svo er Kristján Hauks alltaf að pota fingrunum í augun á manni þegar hann er að dekka mann í hornum, hvað er það Kristján?
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Freðhausinn er öflugur, og Gummi Kri er víst svaðalegur á FB.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik? Fannst frekar "skemmtilegt" þegar ég var að spila í Háskólaboltanum í USA og skoraði úr horni í mjög mikilvægum leik, alveg þvílíkt sáttur. Hljóp fagnandi tilbaka og tók þá eftir að línuvörðurinn hafði flaggað rangstöðu á mig, og tveir menn í hinu liðinu stóðu ár marklínunni að dekka stangirnar 😊 Þessir dómarar þarna úti eru ekkert uppá marga fiska.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 2002, setti 3 minnir mig, fjarlægðin gerir fjöllin blá var það ekki annars?
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Ef að línuvörðurinn og dómarinn veifa innkastið í misunandi áttir að þá skal steinn skæri blað, einn frá hverju liði ákveða hvor á að fá boltann. Einnig væri gaman ef að það væri Ísbjörn á vellinum.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas Predator
Augnablik er? Næstbesta karlalið Kópavogs
Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um? Ég er að fara að gefa út Handbók um Fossahopp, þar verður farið yfir helstu staði, bestu aðstæður og hvernig skal athafna sig í stökkinu
ÁFRAM BREIÐABLIK
GMS