Viktor Unnar spilar með Haukum í sumar
12.04.2012Í gær skrifuðu Haukar og Breiðablik undir samkomulagi um að fá Viktor Unnar Illugason á láni tímabundið í sumar. Þetta staðfesti Atli Sigurðarson framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Breiðabliks í samtali við Blikar.is í dag.
Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Viktori síðastliðið sumar en núna þegar hann er búinn að ná ná sér er mikilvægt fyrir hann að komast í leikform.
Viktor fór til Reading á Englandi árið 2006 en hann lék með Val og Selfossi áður en hann gekk aftur til liðs við uppeldisfélagið sitt Breiðablik. Ferill hjá Breiðabliki.
Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar Viktori góðs gengis með Haukum í 1. deildinni í sumar.
Áfram Breiðablik!