BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Willum með samning við Blika

11.08.2016

Willum Þór Willumsson, ungur og efnilegur fyrirliði 2. flokks Breiðabliks, hefur gert þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hann er fæddur árið 1998 og er því átján ára gamall. 

Willum varð Íslandsmeistari með 2. flokki í fyrra og flokkurinn er einnig núna í efsta sæti í A-riðli 2. flokks. Sjá hér.   

Eins og fleiri í þessum flokki þá hefur Willum sýnt miklar framfarir undanfarin misseri og því kom ekki á óvart að hann hefur verið í hóp hjá meistaraflokknum í undanförnum tveimur leikjum í Pepsí-deildinni.

Blikar.is óskar Willum til hamingju með samninginn og við hlökkum til að sjá meira af þessum efnilega leikmanni á komandi árum.

Til baka