BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Willum til BATE Borisov

12.02.2019

Miðjumaðurinn ungi og efnilegi Willum Þór Willumsson er að öllum líkindum á leið til hvít-rússneska liðsins BATE Borisov. Hvít-Rússarnir hafa gert tilboð í þennan efnilegasta leikmann Pepsí-deildarinnar á síðasta keppnistímabili. Liðið er eitt af sterkari liðum Evrópu og hefur reglulega keppt í Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum.

Willum mun halda til Hvíta-Rússlands á næstu dögum til að kíkja á aðstæður

Þetta er að sjálfsögðu mikil blóðtaka fyrir Blikaliðið en um leið mikill heiður fyrir hið mikla og öfluga unglingastarf sem Kópavogsliðið hefur staðið fyrir undanfarin ár.

Mikið af ungum og efnilegum leikmönnum hafa verið að banka á dyrnar hjá Blikaliðinu i vetur og má því búast við að nýjar stjörnur skjótist upp á himininn i Blikaliðinu næsta sumar. En um leið er samt liklegt að Blikarnir muni eitthvað styrkja sig fyrir baráttuna næsta sumar.

Mynd: HVH

Til baka