Yngri kynslóðin kláraði Skagamenn!
19.01.2025
Blikar unnu ÍA 3:2 í fjörugum og skemmtilegum leik í Þungavigtarbikarnum á Kópavogsvelli í dag.Við vorum reyndar undir í leikhléi enda spiluðum við gegn sterkum vindi. En þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu sigur okkar pilta. Arnór Gauti jafnaði leikinn með hörkuskoti skömmu eftir leikhlé, Gunnleifur Orri Gunnleifsson (2008) kom okkur yfir með gullskalla og það var síðan Maríus Warén (2008) sem tryggði okkur sigurinn með fínu skoti sem markvörður Skagamanna réð ekki við. Það má því segja að yngri kynslóðin hafi klárað leikinn fyrir okkur! Þess má geta að þetta voru fyrstu mörk Gunnleifs og Maríusar fyrir meistaraflokk Breiðabliks enda eru þeir aðeins á 17 ári.
-AP