Blikar mættu ferskir til leiks 2019 eftir gott tímabil í fyrra. Liðið endaði í öðru sæti í deildarinnar annað árið í röð og komst í undanúrslit í Mjólkurbikarkeppni KSÍ en tapaði fyrir spræku liði Víkings. FC Vaduz frá Liechtenstein var andstæðingur í Evrópudeild UEFA. Liðin gerðu 0:0 jafntefli á Kópavogsvelli. Blikar töpuðu svo 2:1 fyrir Vaduz á þeirra heimavelli, Rheinpark Stadion í Liechtenstein. Blikar urðu að sætta sig við 1:2 tap gegn FH í úrslitaleik um sæti í 4-liða úrslitum Lengubikarsins 2019. Blikar sigruðu hinsvegar Stjörnumenn 2:0 í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins 2019. Þetta var í fjórða sinn sem Breiðablik vinnur Fótbolta.net mótið.