Pepsi MAX 2020: Breiðablik – Valur
19.07.2020Pepsi MAX deild karla 2020. Breiðablik - Valur á Kópavogsvelli sunnudagskvöld kl.20:00!
Ljóst er að framundan er afar spennandi leikur þegar Hlíðarendapiltar koma á Kópavogsvöll á sunnudagskvöldið kl.20:00! Það er mikið undir og bæði liðin munu láta sverfa til stáls. Það er rík ástæða fyrir stuðningsmenn Blika að fjölmenna á Kópavogsvöll og hvetja okkar menn til sigurs.
Okkar menn hafa spilað mjög vel á heimavellinum í Kópavogi en svo kom smá hikst í gríðarlega erfiðum leik í Frostaskjólinu á mánudaginn. Framundan er annað þungt próf þar sem okkar menn þurfa að taka “vel” á móti liði Valsmanna frá fyrstu sekúndu.
Stigafjöldi liðanna er svipaður. Munar aðeins einu stigi. Blikar eru í 3. sæti með 11 stig eftir 6 leiki. Valsmenn eru í 5. sæti með 10 stig líka eftir 6 leiki.
Efsta deild
Fyrstu innbyrðis leikir liðanna í efstu deild voru árið 1971 – árið sem Breiðablik lék fyrst í efstu deild. Fyrri leikurinn 1971 var heimaleikur Blika og lauk með 2-0 sigri okkar manna. Það voru þeir Guðmundur Þórðarson og Magnús Steinþórsson sem skorðu fyrstu efstudeildar mörk Breiðabliks gegn Valsmönnum. Seinni leikurinn tapaðist 4:2. Haustið 1971 áttust liðin við í 3ja sinn. Nú í 8-liða úrslitum Bikarkeppninnar. Blikar unnu þann leik 2-1 og komust áfram í 4-liða úrslit. Og fóru svo alla leið í úrslitaleikinn gegn Víkingum eftir að hafa unnið Fram 1:0 á Melavellinum. Samtals 11 mörk skoruð í þremur innbyrðisleikjum liðanna árið 1971.
Tölfræðin fellur með Val. Í 66 efstu deildar leikjum hafa Valsmenn unnið 27 leiki, Blikar 24 leiki og 15 sinnum skilja liðin jöfn. Oft mikið skorað í innbyrðis leikjum liðanna. Í þessum 66 innbyrðis leikjum leikjum liðanna í efstu deild hefur Valur skorað 104 mörk gegn 94 mörkum heimamanna. Samtals 198 mörk í 66 leikjum sem gerir 3 mörk að meðaltali í leik. Innbyrðis leikir liðanna>
BlikarTV var mætt snemma á leik liðanna á Kópavogsvelli í fyrra enda 6 marka leikur í uppsiglingu.
Síðustu 5 á Kópavogsvelli
Í síðustu 5 heimaleikjum gegn Val í efstu deild eru Blikar undir í stigasöfnun með 33% árangur gegn 53% Valsmanna.
Leikmannahópur Breiðabliks 2020
Dagskrá
Það verður kaldur á krana í Grænu stofunni. Tilboðsverð fyrir Blikaklúbbsmeðlimi. Börger á grilli, heitt á könnunni og annað góðgæti í vallarsjoppunni.
Græna stofan er í salnum á jarðhæðinni í stúkunni, gengið inn á gaflinum gegnt inngönguhliði.
16.55 - Græna stofan opnar
17.00 - Manchester United - Chelsea
18.50 - Breiðablik - Valur / Upphitun (allir upp í stúku 19.55)
20.00 - Breiðablik - Valur
20.45 - Hálfleikur - opið (ath við lokum þegar síðari hálfleikur hefst)
22.00 - Pepsi Max tilþrifin 7. umferð í beinni
22.55 - Græna stofan lokar
Sparkvellir á sínum stað fyrir krakkana.
Selt verður í 2 hólf í stúkunni og verður sér inngangur fyrir hvert hólf.
Hólf A: Stuðningsmenn Breiðabliks. Hólf B: Suðningsmenn Vals. Einnig er selt í hólf C (gamla stúkan og grasbrekkan) en þar gildir 2 metra reglan.
Miðar seldir í gegnum miðappið Stubbur. Appið má nálgast hér: Stubbur
Búast má við fjölmenni á völlinn þannig að við hvetjum fólk til að mæta tímanlega.
Leikurinn verður flautaður á kl.20:00! - veðurspáin fyrir Kópavogsvöll er falleg.
BlikarTV verður með útsendingu fyrir leik sem hefst kl.19:40. Gestur Arnars Björnssonar að þessu sinni er okkar eini sanni Alfreð Finnbogason.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!