BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tölfræði og yfirlit 2020 – samantekt.

29.11.2020 image

Meistaraflokkur Breiðabliks  / COVID árið 2020*

* Þessi samsetta mynd er unnin úr myndum sem teknar voru fyrir mót. Venjan er að taka liðsmynd í lok ágúst sem sýnir hópinn sem endar tímabilið ásamt sjúkraþjálfurum og þeim sem eru í kringum liðið. Á mynd vantar: Atla Hrafn Andrason, Anton Loga Lúðvíksson, Brynjar Atla Bragason, Hlyn Frey Karlsson, Ólaf Guðmundsson og liðsstjórana Jón Magnússon og Marinó Önundarson. 

Fremsta röð f.v.: Thomas Mikkelsen, Brynjólfur Andersen Willumsson, Gísli Eyjólfsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði, Anton Ari Einarsson markvörður, Andri Rafn Yeoman, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Steindórsson, Viktor Örn Margeirsson, Oliver Sigurjónsson. Miðröð f.v.: Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari, Halldór Árnason aðstoðarþjálfari, Viktor Karl Einarsson, Davíð Ingvarsson, Ólafur Pétursson markmannsþjálfari, Alexander Helgi Sigurðarson, Benedikt V. Warén, Aron Már Björnsson styrktarþjálfari, Gunnleifur Gunnleifsson. Aftasta röð f.v.: Kwame Quee, Róbert Orri Þorkelsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Arnar Sveinn Geirsson, Guðjón Pétur Lýðsson.

Yfirlit og samantek mótsleikja.

Eftir ágætt tímabil 2019, þegar liðið endaði í 2. sæti Pepsi MAX annað árið í röð, mættu Blikar ferskir til leiks 13. júní 2020 eftir 7 vikna bið - upphaflegur leikdagur átti að vera 23. apríl, en það plan fór í skrúfuna vegna Covid-19. Og svo þetta. Eins og okkur er kunnugt samþykkti stjórn KSÍ á fundi sínum þann 30. október að hætta keppni í Íslands- og bikarkeppnum vegna hertra sóttvarnarreglna. Bikarkeppnum karla og kvenna sem sagt hætt og enginn bikarmeisari krýndur árið 2020. Breiðablik var í þriðja sæti þegar keppni var hætt á mótinu. Reiknireglan sem KSÍ notaði við endanlega niðurröðun liða í Íslandsmótinu 2020 tryggði Breiðabliksliðinu fjórða sæti sem tryggði liðinu Evrópusæti á næsta ári.

image

Reiknireglan sem KSÍ notaði við lokauppjör Pepsi MAX 2020 færði Blikaliðið niður í fjórða sæti.

Blikar unnu alla mótsleiki á undirbúningstímabilinu nema einn.

image

Einum leik í riðli 1 í Lengjubikarnum var ólokið þegar Covid-19 flautið gall.

image

Breiðablik og KR áttu eftir að spila úrslitaleik riðilsins þegar keppni í Lengjubikarnum var aflýst 13. mars vegna Covid-19.

Blikar duttu úr Mjólkurbikarnum í 8-liða úslitum.

image

Evrópudeildin: Breiðablik tapaði fyrir Rosenborg á Lerkendal Stadion í Þrándheimi.

image

Leikmannakynning 2020 á léttum nótum.

Menn nýttu biðtímann eftir mótinu ekki bara í hlaup. Í lok mars var skellt í leikmannakynningu þar sem leikmenn fengu það heimaverkefni að svara nokkrum léttum spurningum um sjálfan sig, búa til stutt "covid dagur hjá mér" video og velja sitt Evrópuúrval úr hópi þeirra 50 leikmanna Breiðabliks sem leikið hafa með erlendum liðum á þeim 40 árum sem sem liðin eru frá því að Sigurður Grétarsson fór fyrstur Blika í atvinnumennsku árið 1980. 

Myndböndin 22, sem leikmennirnir gerðu sjálfir, eru virkilega skemmtileg. Hámhorf hér.

image

Evrópuúrvalið

Strákarnir í meistaraflokki karla völdu Evrópulið Breiðabliksstráka nú á dögunum. Þú sérð liðið hérna og hann Eiríkur Hjálmarsson, sem var fyrsti formaður Blikaklúbbsins og er kominn af léttasta skeiði, hafði auðvitað skoðun á vali strákanna. Djúpa greining Eiríks á valinu má sjá Hér

En gefum Eiríki orðið:

"Það er ferlega skemmtilegt að sjá hvernig Evrópuúrval Breiðabliksstrákanna lítur út. Gömlu brýnin eru gleymd og við blasa gaurar sem eru að gera frekar góða hluti víðsvegar um evrópska efnahagssvæðið og jaðar þess.

(Ef þú heldur að hér sé einhver spælingur á ferðinni þá er það misskilningur. Það er hlutverk okkar gömlu mannanna að muna eftir hverjum öðrum – gömlu mönnunum – og skjóta nöfnum þeirra að þeim yngri þegar við sjáum færi á því án þess þó að reikna með því að það verði fest í minni, frekar en fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar eða ártal Kópavogsfundarins.)

Nokkrar glósur

Í þessu liði er ekki fumkvöðull atvinnumennskunnar úr Kópavogi, Siggi Grétars, né heldur Addi bróðir hans, en þeir bræður í boðhlaupi héldu grísku efnahagslífi á floti árum saman. Þarna er ekki Einar Þórhalls, tengdapabbi borgarstjóra lýðveldisins, sem fór til náms í Skaufanum í Svíþjóð en ákvað að gerast betri læknir og pabbi en fótboltamaður. Þarna eru ekki heldur nokkurn veginn jafnaldrar mínir sem stigu upp úr því að vera efnilegir um það leyti sem bjórinn var leyfður; Sigurjón Kristjáns, Helgi Bents og Trausti Ómars. Þeir fóru líka út og fengu borgað fyrir að sparka bolta.

Eftir að Kópavogur óx úr því að þorp í að vera bær og svo í að vera borg kom fram mökkur mergjaðra leikmanna sem eitthvað fólk útlöndum var til í að borga peninga fyrir að spila fótbolta fyrir sig. Sumir þeirra hafa komist í þetta Evrópulið Breiðabliks, aðrir ekki. Eins og gengur."

image

“Eitt fyrir klúbbinn” Hr. Hnetusmjör gaf út Blikalag á árinu!

Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör, sem er bæjarlistamaður Kópavogs 2020, hefur gaf út nýtt stuðningsmannalag fyrir Breiðablik. Lagið ber heitið 'Eitt fyrir klúbbinn'.

Herra Hnetusmjör hefur ekki farið leynt með stolt sitt af því að vera Kópavogsbúi og borið hróður bæjarins víða allt frá því að hann hóf að starfa sem tónlistarmaður árið 2014. Í textum hans er Kópavogur alltaf í forgrunni og hefur verið frá upphafi. Meira>

Eins og gefur að skilja þá er þetta mjög grípandi rapplag í anda listamannsins enda spilar Björgvin Rúnarsson lagið á öllum heimaleikjum meistarflokka félagsins.

Blikar TV: Hvernig tækla Blikar stöðuna.

Blikar TV var einnig öflugt að venju og bryddaði upp á ýmiskonar nýungum í sínu upplýsinga- og kynningarstarfi í aðdraganda og upphafi Íslandsmótsins.

Hér má sjá ítarefni um stöðuna hjá Breiðabliki eins og hún var um miðjan mars 2020:

Umgjörð leikja til fyrirmyndar.

Freyr Snorrason, nýr pistlahöfundur hjá blikar.is, komst vel að orði varðandi umgjörð leikja á Kópavogsvelli í pistli sem hann skrifaði eftir leik Breiðabliks og FH í sumar:

Umgjörð Breiðabliks er sífellt að verða betri og betri, á bílastæðinu við Kópavogsvöll er búið að setja upp myndir af leikmönnum karla- og kvennaliðsins við alla ljósastaura og kemur það mjög vel út. Leikmenn mæta í leiki í jakkafötum frá Suitup Reykjavík og er það að gera mikið fyrir mig sem er íhugað um ímynd Breiðabliks út á við. Ég ætlaði að fara kvarta yfir því að það væri enginn matarvagn fyrir leiki en klúbburinn hafði krók á móti bragði og var Fish & Chips vagn á svæðinu, vel gert Blikar næst er það vagn með grænmetisrétti!

Það er lítið hægt að kvarta yfir nýuppsettum bar í stúkunni sem sumir kalla „Græna stofan“, en hörðustu stuðningsmenn Blika hafa kosið að kalla hann „House of Prince“. Þar er skírskotað til Prince nokkurs Rajcomar sem kom eins og stormsveipur inn í Blikaliðið árið 2007 og skoraði eitt mark í 4-3 sigri á FH það sama ár og gerði gott um betur árið 2008 og setti þá tvö gegn FH.

Arnar Björnsson og Kristján Ingi lýstu leiknum í beinni á youtube rás BlikarTV.”

image

Blikaklúbburinn

Opnun "Grænu stofunnar" í stúkunni, í sal þar sem Blikakaffið var áður, þýddi að Blikaklúbburinn setti upp stórt tjald við innganginn á völlinn og var með hálfleikskaffið og meðlæti þar.

Blikar.is

Það fjölgaði í ritnefnd blikar.is þegar Freyr Snorrason bættist í hópinn. Fyrir í ritnefnd blikar.is eru þeir Andrés Pétursson, Ólafur Björnsson, Hákon Gunnarsson, Pétur Már Ólafsson, Kristján Ingi Gunnarsson, Eiríkur Hjálmarsson og Pétur Ómar Ágústsson. Aðrir sem koma að bikar.is eru Heiðar B. Heiðarsson. Helgi Viðar Hilmarsson, Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Gylfi Steinn Gunnarsson admin & hönnun.

Stuðningsmannavefurinn var að venju öflugur í fréttaflutningi. Þegar þetta er ritað, í lok nóvember, er vefurinn búinn að birta 147 fréttir frá síðustu áramótum. Langflestar birtingar, eða 40%, tengjast leikjum liðsins hvort sem það eru æfinga-og styrktarleikir eða mótsleikir. Fréttir af leikmönnum sem koma til félagsins, eru lánaðir/seldir, eða framlengja samningi og leikmannakynningar 2020 eru um 30% og ýmsar fréttir og viðtöl um 20%.

image

Samantekt: Pepsi MAX deild 2020.

Eftir ágætt tímabil 2019, þegar liðið endaði í 2. sæti Pepsi MAX annað árið í röð, mættu Blikar ferskir til leiks í Pepsi MAX deildinni í byrjun júní eftir tæplega tveggja mánaða seinkun á byrjun mótsins.

Blikaliðið skoraði 37 mörk og deildi  2. sæti með FH sem einnig skoraði 37 mörk. 

image

Thomas Mikkelsen varð markahæstur Blika með 13 mörk og nældi sér þar með í bronsskóinn 2020.

Markasyrpa 2020 í boði BlikarTV:

Markasyrpur fyrri ára í boði BlikarTV:     2019     2018     2017 

Yfirlit leikja í Pepsi MAX 2020

Júní:

image

Júlí:

image

Ágúst:

image

September:

image

Október:

image

Þjálfarateymið okkar.

Í byrjun október 2019 var tilkynnt um ráðningu Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem aðalþjálfara meistarflokks karla hjá Breiðabliki til fjögurra ára. Óskar þjálfaði yngri flokka KR og Gróttu um árabil og þjálfaði meistaraflokk Gróttu með mjög góðum árangri frá 2017. Undir hans stjórn tryggði Grótta sér sæti í efstu deild nú í haust með sigri í Inkasso-deildinni. Óskar lék um langt árabil með meistaraflokki KR í efstu deild. Hann lék 3 A-landsleiki fyrir Íslands hönd auk fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Óskar var valinn þjálfari ársins 2019 af íþróttafréttamönnum. Sjá hér viðtal við Óskar Hrafn sem BlikarTV tók við hann í lok október í fyrra. 

image

Halldór Árnason var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari Óskars en Halldór var aðstoðarþjálfari Óskars Hrafn Þorvaldssonar hjá Gróttu. Hér er Halldór í góðu viðtali við Blikarhornið í byrjun júní 2020. 

Ólafur Pétursson markmannsþjálfari. Ólafur hefur starfað sem markmannsþjálfari hjá Blikum frá árinu 2005. Á þessum 15 árum hefur Ólafur þjálfað markmenn yngri flokka félagsins ásamt því að vera markmannsþjálfari meistaraflokks karla frá árinu 2008 og kvenna frá árinu 2012. Um miðjan nóvember skrifaði Ólafur undir nýjan samning. Nánar hér. Ólafur mætti í viðtal til Blikahornsins í lok mars.

Aron Már Björnsson styrktarþjálfari. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er styrktarþjálfari beggja meistaraflokka Breiðabliki.

Hlutverk Gunnleifs Gunnleifssonar hjá meistaraflokki breyttist á tímabilinu. Framan af móti var Gunnleifur varamarkvörður liðsins ásamt því að aðstoða þjálfarateymið. Eftir að  Brynjar Atli var kallaður heim úr láni snéri Gulli sér alfarið að vinnu með þjálfarateyminu.

Sömu liðsstjórar störfuðu áfram með liðinu. Marinó Önundarson starfaði allt árið en Jón Magnússon dró sig í hlé seinni part sumars. 

Í sjúkarþjálfarateyminu voru þau Atli Örn Guðmundsson og Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfunin Sprothúsinu.

image

Frá v.: Aron Már Björnsson, Halldór Árnason, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Ólafur Pétrusson, Gunnleifur Gunnleifsson.

Leikmannahópurinn 2020.

Fyrir keppnistímabilið 2020 bættust nokkrir leikmenn í hópinn. Markvörðurinn Anton Ari Einarsson kom til okkar frá Valsmönnum meira>.Kristinn Steindórsson skilaði sér heim í Kópavoginn meira>. Oliver Sigurjónsson söðlaði um og kvaddi Bodö/Glimt í Noregi meira>. Róbert Orri Þorkelsson kom til okkar frá Aftureldingu í Mosfellsbæ meira>. Og í júlíglugganum koma Atli Hrafn Andrason til okkar frá Reykjavikur Víkingum meira>.

Spilaðar mínútur% (m.v. 18 leiki) og skoruð mörk í Pepsi MAX deildinni 2020:

Leikmaður                                 Mínútur%            Leikir           Mörk

Anton Ari Einarsson                   100%                    18 

Höskuldur Gunnlaugsson           96%                     18                 1

Thomas Mikkelsen                      88%                    16                13

Brynjólfur Darri Willumsson         86%                    17                 4

Elfar Freyr Helgason                   85%                     16                1

Oliver Sigurjónsson                     84%                     17

Damir Muminovic                        76%                      15                1

Viktor Karl Einarsson                   72%                     14                5

Andri Rafn Yeoman                      68%                     14           

Gísli Eyjólfsson                            66%                     15                2

Davíð Ingvarsson                         58%                     14

Róbert Orri Þorkelsson                58%                     13                1

Viktor Örn Margeirsson                44%                    10

Kristinn Steindórsson                   42%                    11                6

Alexander H. Sigurðarson            30%                    12                2

*Kwame Quee                              22%                    10

*Atli Hrafn Andrason                      8%                      5                1

*Guðjón Pétur Lýðsson                  7%                     3 

*Stefán Ingi Sigurðarson                7%                     4

Benedikt V. Warén                         1%                     2

*Anton Logi Lúðvíksson                                           1

Hlynur Freyr Karlsson                                              1

**Brynjar Atli Bragason 

**Gunnleifur Gunnleifsson

* Kwame Quee var lánður til Víkinga í Reykjavík í júlíglugganum. Að tímabili loknu rann samningur Kwame við Breiðablik út. Þar kvöddu Blikar góðan dreng.

* Atli Hrafn Andrason var í byrjun ágúst keyptur til Breiðabliks frá Víkingi Reykjavík. 

* Guðjón Pétur Lýðsson var lánaður til Stjörnunnar í Garðabæ

* Stefán Ingi Sigurðarson byrjaði sumarið sem lánsmaður í Grindavík en var kallaður heim í júlíglugganum 

* Anton Logi Lúðvíksson skilaði sér heim frá Ítalíu vegn meiðsla og varð löglegur með Blikaliðinu í júlíglugganum

** Brynjar Atli Bragason var kallaður heim úr láni frá Ólafsvík í júlíglugganum sem varamarkmaður fyrir Anton Ara

** Gunnleifur Gunnleifsson hafði hlutverkaskipti á árinu 2020. Markvörðurinn og fyrirliðinn lagði hanskana til hliðar um mitt sumar. Framan af móti var Gunnleifur varamarkvörður liðsins ásamt því að aðstoða þjálfarateymið. Í júlíglugganum var markvörðurinn Brynjar Atli Bragason kallaður heim úr láni frá Ólafsvík og tók Brynjar sæti Gunnleifs á bekknum sem snéri sér þá að vinnu með þjálfarteyminu.

Nú hefur Gunnleifur sagt að þetta sé orðið gott og ákveðið að leggja skóna formlega á hilluna, en hann mun áfram starfa hjá Breiðabliki meðal annars sem þjálfari 2., 6. og 8. flokk karla, og sinna markmannsþjálfun hjá öllum flokkum. 

image

Gunnleifur er þriðji leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild karla með 153 leiki og tíundi leikjahæsti Blikinn frá upphafi með 253 leiki í öllum mótum á 8 árum með félaginu. Gunnleifur spilar allar mínútur í efstu deild 5 ár í röð: 2013-2017, en missir úr einn leik árið 2018 vegna leikbanns. 2019 spilar Gunnleifur alla leikina nema hann varð að yfirgefa völlinn snemma í leiknum gegn KR í Frostakjólinu. Í byrjun júní 2019 varð Gunnleifur Gunnleifsson svo leikja­hæsti leikmaður­inn í deilda­keppn­inni í knatt­spyrnu á Íslandi þegar hann lék sinn 424. leik á Íslands­móti meist­ara­flokks. Í ágúst 2019 náði Gunnleifur þeim áfanga að verða þriðji knattspyrnumaðurinn frá upphafi að leika 300 leiki í efstu deild á Íslandi. Glæilegur ferill hjá okkar manni. 

Leikmenn á láni 2020.

Samantekt yfir samningsbundna leikmenn Breiðabliks sem léku sem lánsmenn hjá öðrum liðum á þessu ári eða eftir varanleg félagaskipti til annars félags: 

Arnar Sveinn GeirssonFylkir (10 leikir) 

Aron Kári Aðalsteinsson - Fram (12 leikir / 1 mark)

Brynjar Atli BragasonVíkingur Ó. (14 leikir - kom heim í júlí)

Eiríkur Þorsteinsson Blöndal - Augnablik (7 leikir) 

Guðjón Pétur Lýðsson Stjarnan (15 leikir / 2 mörk)

Karl Friðleifur GunnarssonGrótta (17 leikir / 6 mörk)

Kwame QueeVíkingur R. (6 leikir / 1 mark)

Ólafur GuðmundssonKeflavík (3 leikir - kom heim í júlí)

Stefán Ingi SigurðarsonGrindavík (6 leikir / 3 mörk - kom heim í júlí)

Leikmenn sem fóru til erlendra liða á árinu:

Gísli Gottskálk Þórðarson - til Bologna á Ítalíu (lánssamningur með kauprétti)

Hlynur Freyr Karlsson - til Bologna á Ítalíu (lánssamningur með kauprétti)

Anton Logi Lúðvíksson - SPAL á Ítalíu (lánssamnigur með kauprétti) / Breiðablik*

Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax í Hollandi (félagaskipti)

*Anton Logi meiddist hjá SPAL og kom heim um mitt sumar

Landsliðsverkefni okkar manna.

Þrír leikmenn í núverandi leikmannhópi Blika tóku þátt í landsliðsverkefnum á árinu.

Fyrirliðinn okkar, Höskuldur Gunnlaugsson, var í A-landsliðs hópnum sem spilaði vináttuleiki gegn Kanada og El Salvador í janúar á þessu ári. Höskuldur, sem var í byrjunarliðinu í A-landsleiknum gegn Kanda, lék 7 leiki með U21 landsliðinu árin 2015/2016 og skoraði 2 mörk.

Brynjólfur Andersen Willumsson tók þátt í 3 leikjum með U21 liðinu á árinu 2020. Brynjólfur hefur spilað alls 12 leiki með U21 liðinu og 10 leiki með yngri landsliðum.

Róbert Orri Þorkelsson hefur spilað alls 26 landsleiki með landsliðum Íslands, þarf af 3 leiki með U21 liðinu – alla á þessu ári.

Leikjafjöldi - Mörk - Viðurkenningar.

Leikjafjöldi:

Alls 5 leikmenn í hópi sumarsins hafa náð þeim áfanga að spila yfir 100 leiki með Breiðabliki í efstu deild. Það bættist reyndar í þennan hóp þegar Finnur Orri Margeirsson söðlaði um og kom heim í Kópavoginn, en Finnur hefur spilað 243 mótsleiki í grænu treyjunni - þarf af 140 í efstu deild. Svo eru leikmenn að nálgast 200 leiki á meðan leikjahæsti leikmaður Breðabliks frá upphafi, Andri Rafn Yeoman, er kominn vel yfir 200 leiki í efstu deild, en hann er þegar kominn í 349 mótsleiki.

Hjá Blikum hefur sú hefð skapast að veita leikmönnum viðurkenningar fyrir spilaða leiki (mótsleiki). Í kjölfar 100 mótsleikja fær leikmaður viðurkenningarskjal og er þar með kominn í "100 leikja klúbbinn" svokallaða. Í dag telur 100 leikja klúbbur karla 80 leikmenn. Þegar leikmaður hefur náð því að spila 200 mótsleiki í grænu treyjunni fær hann áritaðan platta í viðurkenningarskyni. Einnig er hefð fyrir viðurkenningu, gjarnan blóm og gjafabréf, þegar leikmaður nær 250 mótsleikjum.

Við 300 mótsleikja áfangann er aftur áritaður platti og meðlæti. Aðeins tveir leikmann hafa náð 300 mótsleikja áfanga með Breiðabliki: Olgeir Sigurgeirsson (321) og Andri Rafn Yeoman (349) ...hann er enn að. Næstir í röðinni eru Elfar Freyr Helgason með 284 mótsleiki og Finnur Orri Margeirsson með 243 mótsleiki með Breiðabliki. 

Í leikmanna hópi ársins eru fimm leikmenn sem hafa náð þeim áfanga að spila yfir 100 efstu deildar leiki fyrir Breiðablik:

image

Markaskorun:

Thomas Mikkelsen var markahæstur okkar manna í Pepsi MAX í ár. Kristinn Steindórs, markahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild frá upphafi, skoraði 6 mörk í sumar. Það stefnir í einvígi á milli Kidda og Thomasar á næsta ári - það munar ekki nema 4 mörkum á þeim.

Þessi 5 úr leikmannhópi sumarsins hafa skorað flest efstu deildar mörk með Breiðabliki:

image

Viðurkenningar 2020

Annað árið í röð vinnur Thomas Mikkelsen til verðlauna fyrir markaskorun. Í fyrra deildi hann silfurskónum með 2 öðrum leikmönnum fyrir 13 skoruð mörk. Aftur skoraði Thomas 13 mörk í Pepsi MAX og fékk hann bronsskó í verðlun. 

image

Aðeins einn leikmaður náði þeim áfanga í sumar að spila hundraðasta mótsleikinn. Hér tekur Oliver Sigurjónsson við viðurkenningarskjali fyrir 100 mótsleiki úr hendi Orra Hlöðverssonar fyrir leik Breiðabliks og FH á Kópavogsvelli í byrjun júlí í sumar. Oliver varð þar með 80. Blikinn í karlaflokki til að komast í "100 leikja klúbbinn". 

image

Kópacabana.

Kópacabana stuðningsmannahópuinn gerði sitt allra besta til að að styðja liðið í verki við þrátt fyrir takmarkaðan aðgang að leikjum liðsins. Kjarninn í hópnum stóð sig gríðarlega vel.

image

Kópacabana hópurinn gerði góða ferð til Akureyrar þegar Blikar heimsóttu KA-menn. Helgi Viðar ljósmyndari var með í för og náði þessari mynd af okkar mönnum í brekkunni.

Ferill Breiðabliks frá 1957.

Árið 2020 var 15. keppnistímabil liðsins í röð í efstu deild og 35. keppnistímabilið í efstu deild frá upphafi knattspyrnudeildar árið 1957.

Blikaliðið lék fyrst efstu deild árið 1971.

Ferill á Íslandsmótum:

A-deild: 2020, 2019, 2018, 2017, 2016, 2015, 2014, 2013, 2012, 2011, 2010, 2009, 2008, 2007, 2006, 2001, 2000, 1999, 1996, 1995, 1994, 1992, 1991, 1986, 1984, 1983, 1982, 1981, 1980, 1978, 1977, 1976, 1973, 1972, 1971

B-deild: 2005, 2004, 2003, 2002, 1998, 1997, 1993, 1990, 1989, 1988, 1987, 1985, 1979, 1975, 1974, 1970, 1969, 1968, 1967, 1966, 1965, 1964, 1963, 1962, 1961, 1960, 1957

Árangur:

A-deild - sigurvegarar: 2010
A-deild - silfur: 2019, 2018, 2015, 2012

Bikarkeppni KSÍ - sigurvegarar: 2009

Deildabikar - sigurvegarar: 2015, 2013

Fótbolta.net mótið - sigurvegarar: 2019, 2015, 2013, 2012

Meistarar Meistaranna - silfur: 2011, 2010

Evrópukeppnir (undankeppni):

2020 Evrópudeild - 1. umf. Rosenborg BK

2019 Evrópudeild - 1. umf. FC Vaduz

2016 Evrópudeild - 1. umf. FK Jelgava 

2013 Evrópudeild - 1. umf. FC Santa Coloma. 2. umf. Sturm Graz. 3. umf. FC Aktobe

2011 Meistaradeild - 1. umf. Rosenborg BK

2010 Evrópudeild - 2. umf. Motherwll FC

Vínrauðir afmælisblikar í síðasta leik 2020.

Í byrjun október keppti Blikaliðið í vínrauðum afmælistreyjum gegn Fylkismönnum. Var það gert í tilefni 70 ára afmælis Breiðabliks, en Breiðablik fagnar því í ár að 70 ár eru síðan félagið var stofnað þar sem þá hét Kópavogshreppur en félagið er nú fjölmennasta íþróttafélag landsins. 

Hátíðahöld vegna afmælisins hófust snemma árs, en 12. febrúar 1950 er formlegur stofndagur Breiðabliks. Græni liturinn hefur fylgt félaginu nánast frá upphafi en meistaraflokkur karla lék þó um hríð í vínrauðum treyjum og hvítum buxum.

Til eru skemmtilegar ljósmyndir frá þessum tíma, meðal annars frá keppnisferð til Siglufjarðar árið 1967. Nánar hér. 

image

KS - Breiðablik 1967.

Aftari röð f.v.: Kristján Erlendsson, Þorsteinn Karlsson, Grétar Kristjánsson, Jón Ingi Ragnarsson, Magni Jóhannsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Júlíus Júlíusson, Guðmundur H. Jónsson, Heiðar Breiðfjörð, Halldór Halldórsson þjálfari

Fremri röð f.v.: Sveinn V. Jónsson, Daði Guðmundsson, Jakob Ólason, Logi Kristjánsson, Guðmundur Þórðarson, Þór Hreiðarsson.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Samantektir fyrri ára:     2019      2018      2017      2016      2015

image

Til baka